Nýtt kirkjublað - 01.04.1910, Blaðsíða 12

Nýtt kirkjublað - 01.04.1910, Blaðsíða 12
84 NÝTT KIRKJUBLAÐ — HirSirinn góði bættir ekki fyr en hann hefir fundið hið frávilta lamb og ber það heim á herðum sér. Enginn er of- lítilmótlegur til að verða guðsbarn. Hverri einstakri persónu er ætlaður sívaxandi ])roski og fullkomnun upp til guðs, inn i sambandiö við hann. Og það i gegnum stríð og baráttu, hrösun og viðreisn. Og það er einmitt lífið að verða æ ]»rosk- aðri persóna fyrir eigin vilja. Og það er kærleiki guðs sem set- ur eilífðarstimpilinn á sérhverja mannssál. Og vér sem um margar aldir höfum i feðrum vorum og forfeðrum andað að oss þessu vesturlenzka lofti, vér getum svo illa sætt oss við það, að vera ekki annað en gári, vak- inn eitt augnablik á tímans kvika straum, og lenda síðan að eilífu í algleyminu. Osjálfrátt verðr sú ráðgáta fyrir huganum, að það skuli vera sælumarkið fyrir fullan þriðjung alls mannkynsins sem öðrum þriðjungnum er óbærileg hugsun Það er stór hugar- þraut, og getur mint oss á, hve skamt vér skiljum, en það er ekki viðfangsefni Páskadagsins. Hún tekur miklu nær til vor blessuð Páskahátíðin. Hún þrengir sér inn í hugskot vor, hvers og eins, með frásögunni um guðs dásemdarverk, og krefst undirtekta og andsvara hjá skilningi og tilfinningu og vilja hvers einstaks í vorum hóp. Þeir eru sjálfsagt fáir vor á meðal, og sízt er þeirra að vænta hér inni í kirkjunni, sem hafa fest þá hugsun með sér, og gert sér rök fyrir henni, að tilverunni sé lokið með þessu jarðneska líti. Langflestir munu taka undir orðin sem farið var með í upphafi þessa máls, að þá sé afarilt að sætta sig við þá hugsun að eiga að afmást og að engu að verða. En hvað eru þeir aftur margir sem hafa svo sterka og lifandi trú á öðru lífi, á framhaldi sinnar eigin veru, vitundar og vilja, að það sé þeim jafntraustur og viss virkileiki og lífið það sem þeir nú lifa? Mundu þeir eigi vera heldur fáir. Oss óar við þvi að hafna öðru lífi, lífsþráin er oss öll- um samgróin, en oss vantar þá trúarvissu, að hún gagngert móti hugsun vora og breytni. Ástvinur vor fer i fjarlæg lönd. Vér fylgjum honum niður á bryggjuna, og kveðjum og erum vissir i því, að vér eigum hann áfram, skiftumst áfram við hann hugum og kveðjuin, orðum og handtökum. Með óbifanlegri og lifandi

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.