Nýtt kirkjublað - 01.04.1910, Blaðsíða 2

Nýtt kirkjublað - 01.04.1910, Blaðsíða 2
74_________________NÝTI^KffiKJUBLA©^ iiitót advait wm mál bau et heiz vitðu -IWa ttaw, á pteataíte-fivu wtvi. cReu-fl-la'iH'fl 30. wiaxÆ> icj-io. lýja þýðingm á lamla testamentinú. Nú er meira en ár liðið síðan biblíuþýðingin nýja kom út. Nokkurar athugasemdir hafa verið gerðar við stöku at- riði í henni. Og er það ekki annað en það, sem við mátti búast. Engin ný biblíuþýðing kemur svo út, að ýmsum mönn- um þyki ekki einhverjar breytingar óviðfeldnar. Á hinu eiga margir engan kost, að kynna sér ástæðurnar, sem breyting- unum urðu valdandi. En ef þeir væru nákunnugir málinu, mundi dómurinn oft verða öðru vísi. Það er því ekki nema sjálfsagt, að gera almenningi, sem um slíkt hirðir, grein fyrir þeim breytingunum, sern mestum andmælum hafa sætt. Og tek ég þá að sjálfsögðu að mér að verja gamla testa- mentis-þýðinguna í því efni, með því að ég vann mest að henni. En auðvitað ber öll nefndin ábyrgð á þýðingunni með mér. Nýja testamentis-þ)'ðingin kemur mér ekki við, því að hún er ekki mitt verk. Aðalmótbáran móti nýju þýðing gamla testamentisins skilst mér vera sú: að breytt haíi verið um guðs-nafnið. Jahve hafi komið í stað Drottins. Sumir hafa talið þetta mjög óviðfeldið og álitið biblíuna nær þvi ónotandi vegna þessa. En hér fer sem oftar: vöntun þekkingar veldur misskiln- ingi. Sá misskilningur hvei-fur vonandi, er menn fræðast um, hvernig drottins-nafnið er komið í stað Jahve-nafnsins. Því að í hebresku biblíunni, gamla testamenti Gyðinga, — biblíunni, sem Jesús Kristur las í sjálfur, hefir aldrei staðið annað en Jahve. Og þetta er í fyrsta sinn, að gamla testa- mentið hefir verið þýtt á íslenzku úr sjálfu frummálinu, mál- inu sem ísraelsmenn eða Gyðingar töluðu.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.