Nýtt kirkjublað - 01.01.1911, Síða 7

Nýtt kirkjublað - 01.01.1911, Síða 7
IsTÝTT KIRKJTJBLAÐ 5 Hann býðst til að lækna öll mein sálna vorra, svo andi vor geti verið rólegur og sál vor og hjarta gæfusamt. Hann vill lækna syndamein vor, sorgarmeinin, sálar- meinin mörgu og margvíslegu. Hann býðst til að gjöra oss andlega heilbrigð. En andlega heilbrigður er enginn maður orðinn, fyr en hjarta hans fær hvíld í trúnni á Drottin. Það er ágætlega tekið fram í þessum alkunnu orðum Agústínusar kirkjuföður: „Þú hefir skapað oss þér til handa, Drottinn, og hjarta vort er órólegt, uns það finnur hvíld í þér.“ Hvert mannshjarta er skapað með þrá eftir sameiningu við guðdóminn, og getur þessvegna aldrei orðið sannarlega ham- ingjusamt, fyr en traustið til Drottins náðar hefir gagntekið það. Enginn maður getur því orðið gæfusamur, fyr en hann er kominn i kærleikssamband við guðdóminn. Ekkert annað getur fullnægt dýpstu þrá mannlegrar sálar, ekkert annað gert hann gæfusaman. Lífsþægindin geta það ekki, eigurnar ekki, ekki metorð, upphefð, eða neitt af því, sem mest er sótst eftir af mann- kyninu í heild sinni. Því betur sem maðurinn kynnist gæðum lifsins, því fleira verður það sem hann þráir, og því sárar finnur hann til alls þess, er skortir og öðruvísi er en hann hugsaði sér það, eða óskaði sér að það væri. 011 hin stundiegu gæðin geta að vísu verið dýrmæt og mikilsverð og veitt marga ánægjustund. En að hugsa sér, að þau geti gjört nokkurn mann ham- ingjusaman, er hin mesta fjarstæða að dómi reynslunnar. Nei, enginn maður verður hamingjusamur, fyr en hjarta hans hvílist í kærleikssameiningu við guðdóminn. Ekki fyr en eitt er farið að yfirskyggja alt, gleðina og sorgina, hamingjuna og bölið, það er sannfæringin um að vera orðinn guðs barn. Ekki fyr en maðurinn er farinn að líta upp til himins, bæði þegar gleði er í huga, og eins þegar augun eru tárvot og grátur er í röddinni, og hann hallar sér upp að kærleikshjarta guðs, segjandi: „Eg er þinn, Drottinn; eg er barnið þitt; eg veit að þú vilt annast mig og leiða.“

x

Nýtt kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.