Nýtt kirkjublað - 01.01.1911, Síða 15
NÝTT KIRKJUBLAÐ
11
haft um sálarástand hvers einstaks af þeim 3000, sem þeir
skírðu á Hvítasunnuhátíðinni eftir ræðu Péturs? Þeir hafa vit-
anlega enga hugmynd getað haft um það. Að segja að postul-
arnir hafi verið gæddir þeirri yfirnáttúrlegu gáfu andans að geta
séð inn í hjarta hvers einstaks manns, höfum vér enga heim-
ild til, þó að Skírendur hafi stundum gripið til þess að segja
slíkt, þegar þeir hafa verið í vandræðum með að verja mál-
stað sinn.
Það sem í fljótu bragði virðist helst styrkja málstað
Skírenda eru orðin í Mark. 16,16: „Sá sem trúir og verður
skirður mun hólpinn verða, en sá sem ekki trúir mun fyrir-
dæmdur verða.“ En við nánari athugun er það þó ekki svo. —
Það er rétt, að í þessum orðum felst sá sannleikur að skirn-
in einsömul gjörir engan rnann hólpinn, heldur er það trúin.
Það er trúin ein, sem gjörir manninn sáluhólpinn; en enginn
getur trúað, nema Kristur sjálfur rétti honum trúna; og það
gjörir hann einmitt í skírninni. Þess vegna segir hann eigi
einungis: „Sá sem trúir,“ heldur segir hann: „Sá sem trúir
og verður skírður,“ því að það er i skírninni, sem hann sáir
trúarinnar góða sæði í hjörtu vor.
Hr. Nisbet vitnar líka til þessara orða Krists: Farið og
kennið öllum þjóðum o. s. frv. Matt. 28. 19. En þess er að
gæta, að þessi þýðing á orðunum úr frummálinu er ónákvæm.
Hin rétta þýðing er sú sem nú er höfð i hinni nýju þýðingu
biblíunnar og þar eru orðin svo: „Farið því og gjörið allar þjóð-
irnar að lærisveinum, með því að skíra þá tii nafns föðurins,
sonarins og hins heilaga anda.“ Þau sanna þá alls ekki neitt
þá kenningu Skírenda, að trú þurfi að ganga á undan skírn-
inni, heldur jafnvel hið gagnstæða. —
Það er því eins og eg hefi þegar tekið fram alveg rangt
að segja að postularnir hafi aðeins skírt trúaða; þeir skírðu
menn undir eins og þeir nrðu varir við Inna fyrstu vakn-
ingu hjá þeirn. — Ef annars Skírendur vilja vera sjálfum sér
samkvæmir, þá verða þeir að fresta skírninni, þar til þeir eru
orðnir alveg vissir um, að maðurinn só trúaður og endurfædd-
ur. Og hve nær verður það. Það verður líklega seint. Þess-
vegna segir líka Lúter, að í rauninni verði Skírendur að fresta
skírninni í hið óejidanlega, því að menn geti aldrei þekt svo