Nýtt kirkjublað - 01.01.1911, Blaðsíða 8

Nýtt kirkjublað - 01.01.1911, Blaðsíða 8
4 NÝTT KIHEJCrBLA© En Jesús er vegurinn til himins; fyrir hann gelum vér orðið guðs börn. Þessvegna getur hann einn g]ört hjörtu vor hamingju- söm, getur gefið þéim hvild. Getur gjört hjörtun vor róleg og sæl, svo allur kvíði og hræðsla hverfi, en traust til Drottins náðar komi í staðinn. Komum því til Jesú, svo vér getum öðlast reynslu skálds- ins, sem orkti: Eg kom til Jesú, sár af synd, aí sorg, af þreytu’ og kvöl, og nú er þreytta hjartað hvílt og horfið alt mitt böl. Komum til hans með byrðarnar vorar. Með alla sálarangist vora. Með alla hjartakvöl, hverju nafni sern nefnist. Komum til hans og þiggjum sálarfriðinn, hjartahvíldina framboðnu. Kæri frelsari, vér viljum koma til þín, til þess að gela orðið glöð og hamingjusöm sem þínir lærisveinar og sem börn vors himneska föðursins. Amen. S. P. S. rtíðaskrd leilsuhœíisins. Landlæknir Guðmundur Björnsson á heiðurinn tyrir það að koma minningargjöfunum til verklegra framkvæmda. En sá maður sem einna mest mun hafa undirbúið hugi almenn- ings er Jón kaupmaður Þórðarson hér í bæ. Hann reit svo heita og minnilega blaðagrein um kransa-eyðsluna hór i Reykja- vík og neyðina og þörfina annars vegar. Var grein sú í „Lögréttu“ fyrir þrem árum síðan. Horfur eru á því að þessar ártiðaininningargjafir ryðji sér til rúms um land all. Og þeim getur þá orðið beint til margvíslegra þarfa og Iíknarstarfsemda. Mig minnir að eg sæi í blaði að ísfirðingar vilji hjá sér snúa minningargjöfun- um til að koma upp skóla, og svo getur orðið koll af kolli, út um alt. En best og mest mun þó Heilsuhælið á Vífilstöð- um fá að njóta hins nýja og betri síðar, enda hann í önd-

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.