Nýtt kirkjublað - 01.01.1911, Side 13

Nýtt kirkjublað - 01.01.1911, Side 13
NÝTT KERKJUBLAÐ 9 irið sem kemur. „Hlakkar heldur en ekki, — Berborg til á morgun.“ Það er hreimur og léttaspor í þessum kviðlingi, — allar göt- ur ofan frá Hákonarmálum. Skáldið situr við opinn glugg- ann í litla og lága húsinu sínu hér í Vík, fyrir hundrað ár- um síðan, og stúlkan gengur fyrir. Skáldið heyrir þetta í fóta- takinu og sér það á höfuðburðinum. Stúlkan átti að setjast á brúðarbekkinn daginn eftir. Þegar eg var núna i rúmi mínu, eina þessa löngu skamm- degisnótt, að hugsa um árið sem kemur, hverju nú væri að fagna, til hvers væri að hlakka, þá dansaði þessi kviðlingur gamla Gröndals inn í hugann, og eg sá Herborg ganga fyrir. Og til hvers hlakkar nú þjóðin min, islenzka þjóðin ? Er sporið hennar létt? Ber hún höfuðið hátt? A hún nokkrum brúðguma að fagna? Eg læt öllu þessu ósvarað hér, vil bara koma þeirri einu hugsun að, að það er heill og gæfa þjóðarinnar, þrátt fyrir alt og alt, að taka nýja árinu með von og djörfung. Æskan hlakkar til afmælanna og áranna nýju. Hvað mikið á þjóðin af þeirri æsku í sér? Á því leikur. Eg hrindi frá mér allri liugsun um árgalla lofts, láðs og lagar og allri hugsun um óáran i mannviti, siðum og með- ferðum sjálfra vor, bind hugann við þetta eitt: að hlúa að æsk- unni í sálunni, og hlakka til ársins nýja. Beint það nú, og það eitt: Vér fögnum nýjum vinnu- degi, og segjum hann hjartanlega velkominn! Og takmarkið, óendanlega, eilífa — liggur oss við að segja — er það, að „hver eiun dagur brífi oss lengra fram á leið.“ Æskan, hún hefir þetta takmark fram undan sér. Hún á einmitt slíkar vonir. Því fagnar hún komandi degi og blakkar til morgunsins. I eilífri framsókn og framþróun er fögnuður lífsins, er sjálft lífið: Fram að starfa! íram til þarfa! flýjum aldrei skyldu braut! Vinnum meira! verkum fleira! vinuum eins þó löng sé þraut! Guð blessi oss árið nýja og geri sjálfa oss betri og þrosk- aðri fyrir sitt ríki!

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.