Nýtt kirkjublað - 01.01.1911, Page 9

Nýtt kirkjublað - 01.01.1911, Page 9
NÝTT KIKKJUBLAÐ 5 verðu upp tekinn fyrir hælið. Og meSan Reykvíkingar og Hafnfirðingar halda trygð við Heilsuhælið, er því vís von um góða glaðning árlega frá ártíðaskránni. Hún gaf af sér siðastliðinn nóvembermánuð 500 kr. Venju fremur mun það hafa verið mikið. Af því fé voru 200 kr. minningargjafir eftir hinn ástsæla mann Jónas landlækni Jónassen, og 100 kr. til minningar um merkisbóndann Jón Skúlason á Söndum í Miðfirði, gjöf frá ekkju hans. Og þegar eg sá nöfn beggja þeirra mætisnianna saman i gjafa-auglýsingunni, mintist eg þess, að þeir voru báðir tveir hinir allranýtustu og áhugasömustu jarðabótamenn. Og næst fór eg að hugsa um það, hvað mikið er af uppblásnu og gróður- litlu landi kringum hælið á Vífilstöðum. Eg vil minna aftur á það, að þessum ártíðaskrár-gjöfum verður að beina að vissu, ákveðnu marki, sem almenningi er hugðnæmt, og sjá má beint sýnilegan árangur af. Eg fyrir mitt leyti geng að þvi með opnum augum, að landssjóður verður að taka á sig Vífilstaðahælið, og bera ár- legan kostnað þess að miklu eða mestu leyti. Gangi gjafirn- ar frá ártíðaskránni til reksturskostnaðar hælisins, er lands- sjóði beint gefið. Honum munaði það um fáein þúsund á ári. En hvað ætli menn séu að gefa þeim sjóði, sem tekur meira af flestum, með tollum og lögtaki, en þeir þykjast færir um að láta. Það er sjálfgefið að gjöfunum verður þá beint i aðra átt, þar sem rík þörf er fyrir og þeirra sér staðar. Eg heyri að aðstandendur og yfirráðamenn Heilsuhælis- ins ætli sér að verja þessum gjöfum til skjóls og gangstíga, græðslu og prýðis, og þá sérstaklega til trjáræktar í kring um hælið, sem alt nnmdi sitja á hakanum, þegar þingið veitti hið nauðsynlegasta sem til vantar. Auðvitað er það alveg bráð- nauðsynlegt — beint til heilsubótarinnar — að gera landið vistlegt í kring, tilbreytilegt og skemtilegt, til umferðar og útisetu. En þegar smátt verður að skamta, ganga þó aðrar þarfir fyrir. Allir munu stórvel una því að minningargjöfun- um eftir látna vini sé einmitt svo varið. Mér er vel kunnugt um það, að einkar vel befir það mælst fyrir úti um landið. Nú er það bara ekki komið i kring, meðan verið er að reyna að ná jafnvægi í byggingarkostnaðinum. Hann \erður eins og vita mátti afarmikitl, og það fram yfir áætlanir, Til mikils

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.