Nýtt kirkjublað - 01.01.1911, Side 18

Nýtt kirkjublað - 01.01.1911, Side 18
14 NÝTT KIRK.TUBLA© leira um gmdritasjóðinn. ]Þar eð írásögnin í N.Kbl. 1. des. um Smáritasjóðinn er sum- staðar þannig orðuð, að ókunnugir geta íengið rangar skoðanir á meðferð vaxta Smáritasjóðsins síðari árin, vildi eg leyfa mér að biðja um rúm í blaðinu fyrir eftirfarandi leiðréttingu og skýringu. Þar sem segir i blaðinu að félag nokkurt hér í bæ muni hafa fengið vextina um eða eftir aldamótin eftir tillögu biskups, þá er það ekki vel nákvæmt. — Eg býst við að hér sé átt við „Kristi- legt smáritafélag, sem gaf út Heimilisvininn. Það var stofnað 1904, og i janúar 1905 afhenti Hallgrimur biskup því, samkvæmt beiðni minni, 50 kr. af vöxtura Smáritasjóðsins. Skömmu síðar ritaði hann, að eg ætla, þáverandi forstöðumanni Bræðrasafnaðarins i Kaup- mannahöfn, síra Lund, og bað hann að senda Smáritafélaginu vext- ina áfram beina leið. Hann sendi því það árið: 125 kr., áiið 1906: 40 kr., 1907: 65 kr., ekkja hans sama ár 34 kr. og loks komu árið 1908 30 kr. frá núverandi forstöðumanni síra Gröndahl, eða með öðrum orðum Smáritafélagið fékk þessi 4 ár 344 kr. frá Smá- ritasjóðnum. Eins og kunnugt er kom Heimilisvinurinn út í 3 ár, 15 hefti alls (um 720 bls.), upplag hans var 3000, en bæði var verð hans svo lítið og vanskil töluverð ■— auk þess sem sumt var gefið — að útgjöldin urðu miklu meiri en tekjurnar. Þessvegna sá félagið sér ekki fært uð halda útgáfunni áfram að sinni, en Heimilis- vinurinn er vitanlega enn „á boðstólum11. Hvorugur þeirra biskup (H. Sv.) eða slra Lund fóru fram á að styrkurinn frá Smáritasjóðn- um væri auglýstur, enda var hann lítið brot af öllum kostn- aðinum. Blaðið Bjarmi fékk vextina — 70 kr. — aðeins árið 1909, — svo að óþarft var að tala þar um „margra ára hirðingu“ — gegn því að ákveðið danskt smárit var þýtt og prentað í blaðinu, og auk þess rúm 100 eint. gefin af þeim árg. blaðsins um ýmsar sveit- ir lands. Um það sömdum við síra Gröndahl. En vera má að honum hafi ekki verið fullkunnugt um, hvernig vöxtunum var var- ið f tíð fyrirrennara hans við Bræðrasöfnuðinn. Hitt er mér alveg ókunnugt um, hvað orðið hefir um vextina árin 1898—1903, líklega hafa þeir ekki komið til íslands af því að enginn spurði eftir þeim. Ennfremur leyfi eg mér að hæta við, þar sem natn mitt, er nefnt í sambandi við væntanleg smárit sjóðsins, að fullnaðarsvar

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.