Nýtt kirkjublað - 01.01.1911, Side 16

Nýtt kirkjublað - 01.01.1911, Side 16
12 NÝTT KIRKJTJBLAÐ vel sálarlíf annara, að þeir geti sagl alveg fyrir víst, hvort þeir séu trúaðir eða vantrúaðir. 2. Það er satt, að það er hvergi tekið fram í N. T. nieð berum orðum, að börn hafi vej'ið skirð; og það er eðlilegt. Það var ekki við því að búast, að postularnir sneru sér undir eins til barnanna, þegar þeir tóku til að boða hina nýju trú, og fœi'u að skíj-a þan; því að meðan hinir fullorðnu voru ekki skírðir, og höfðu enn eigi fengið nokkra þekkingu á hinum kristnu sannindum, þá var alveg þýðingarlaust að skíra börn- in. Hið nýja líf, sem í skírninni er gi'óðursett í hjarta barns- ins, hefði kulnað út, ef það hefði orðið að alast npp í heiðin- dómi, og farið á mis við kristilega uppfræðingu og kristileg áhrif, sem er skilyrði fyrir því, að skírnarnáðin verði til bless- unar. — Það liggur í augum uppi, að það er til einskis að skíra barn, þegar foreldrarnir eða þeir, sem eiga að annast það, eru heiðingjar. Því var það að postularnir lögðu alla áhersluna á að skíra fullorðna, og sömu reglunni hefir jafn- an verið fylgt, þegar kristin trú hefir i fyrsta sinn verið boð- uð i einhverju landi, svo var það t. a. m. hér á Islandi. Trú- boðarnir snúa sér til hinna fulloi'ðnu, kenna þeim og skíi'a þá, og þá fyrst þegar það er gjört, þegar foréldrarnir eru oi'ðnir kristnir og ki'istileg heimili eru komin, þá er farið að skíi'a börnin, því að þá er fengin ti'ygging fyrir því að börn- unum verði veitt kristilegt uppeldi. — Og það leið heldur ekki á löngu eftir daga postulanna, þar til farið var að skíra börnin; þegar á 2. öld eftir Krists burð er barnaskírn orðin almenn í kirkjunni. Hinir kristnu foreldrar óskuðu að fá börnin sín sem fyrsl skírð til samfélags við droltin og tekin inn í söfnuð hans, til þess að þau yrðu aðnjótandi þeirrar miklu bless- unar að alast upp í kristilegum anda, og fræðast og styrkjast í kristileari trú og siðgæði svo að segja með móðurmjólkinni. Foreldrnnum þótti svo indælt að mega sem fyrst fara að lilúa að því góða sæði. sem í skírninni er gi'óðursett í hið saklausa hjarta barnsins, og bera umhyggju fyrir að það ineð vaxandi aldri gæti glæðst þar og þróast. — En þó að N.T. tali ekki með berum orðum um barnaskírn, þá verður alls ekki dregin af því sú ályktun, að það neiti barnaskírn. Að álykta svo gjörir enginn, nema sá, sem er svo mikill bókstafstrúarmað- ur, að hann eigi einungis trúir öllu bókstafiega sem stenduri

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.