Nýtt kirkjublað - 01.01.1911, Blaðsíða 10

Nýtt kirkjublað - 01.01.1911, Blaðsíða 10
6 NÝTT KIRKJUBLAÐ verður að leita af þinginu. Og þessar þúsundir sem inn komu fyrsta árið frá minningar-gjöfunum eru þó til ofurlítils léttis.- Eg reið austur heiði í sumar sem leið með austanvera, dálitið gamansömum, þykir hann gildur bóndi austur þar. Einhversstaðar uppi i Svínahrauni varð mér á að andvarpa yfir þvi, hvað landið væri þar Ijótt og ömurlegt yfir að líta. „Jú,“ hann tók undir það, „það er eitt hvað svo Heilsuhælis- legt hér um slóðir.“ Við höfðum verið saman rétt áður suð- ur á Vifilstöðum. Mér þótti þetta einkunnarorð ómaklegt, og varði það, að þarna á Vífistöðum væri þrátt fyrir skjólleysið og uppblásturinn einhver laglegasti bletturinn í námunda við Reykjavik. En förunautur minn fullyrti að þetta væri að verða orðtak um Ijótt og gróðurlaust land austanfjalls. En að þvi er að snúa og við það er að búa sem er. Og áreiðanlega er á Vífilstöðum efni i gullfallegan blett, þegar mannshöndin er búin að vinna þar í mannsaldur með nokkr- um þúsundum á ári. Og til þess fá vonandi ártíðaskrár- gjafirnar að ganga nú þegar á þessu ári. Og þeir sem eftir lil'a fá að sjá hvað upp kemur af gjöfunum. Séð hefi eg því í blaði kastað fram, að nú mundi hús- lestrar aflagðir alstaðar hér á landi. Þá datt mér i hug þetta: Hver er svo kunnugur um land alt, að hann geti borið um slíkt? Nei, þetta hlýtur að vera getgáta, bygð á misfullkomn- um kunnugleik á vissum bygðarlögum. Og má þá ekki eftir eins fullkomnum kunnugleik annarstaðar kasta því fram að það séu undantekningar þar sem húslestrar séu lagðir niður? Næst sanni rnun saml vera, að í kaupstöðum og sjóþorpum muni þessar undantekningar vera orðnar að aðalreglu, en víð- ast í sveitum munu þær sjaldgæfar. En í einu tilliti liafa húslestrar alment tapað sér á síð- ustu áratugum. Áður var föst regla að syngja sálma bæði undan þeirn og eftir. Nú er þvi mjög víða liætt. Hvað veld- ur því? Svarið er ekki sennilegt i fljótu hragði: Aðalorsök- in er útbreiðsla söngkunnáttunnar I Óttinn fyrir því, að ekki

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.