Nýtt kirkjublað - 01.04.1911, Blaðsíða 1
NÝTT KIRKJUBLAÐ
HÁLFSMÁNAÐARRIT
E YRIR KRISTINDÓM Oö KRISTILEGA MENNING
191
Reykjavik, 1. april.
7. blað
Irjúhundruð ára minning bibliujipingarinnar unsku.
Hið Breska og Erlenda Biblíufélag mintist þess er 300 ár
voru liðin frá því er íslenska biblían kom út á Hólum hjá
Guðbrandi, og sendi félagið hingað til landsins sumarið 1884
skrautbundnar biblíur þessu til minningar.
Þetta vorum við, þótt smáir værum og séum, á undan
bresku biblíuþýðingunni og útgáfunni, að nú fyrst í árkemur
300 ára minningin þar. Það gekk alt svo seint með siðbót-
ina á Englandi.
Enska þýðingin, þessi eina löggilta, er kend við Jakob
konung annan. „Þýdd úr frumtungunum, vendilega borin
saman við eldri þýðingar og endurskoðuð, að skipun Hans
llátignar 1611.“
Endurbætta þýðingin enska, sem út kom 1885, er kend
við Oxford. En eldri þýðingin kemur út jöfnum böndum síð-
an og er áfram aðalþýðingin. Og góð og vönduð og vegleg
hefir þýðing sú verið á sínum tíma, og mótar kirkjumálið enska.
Breska Biblíufélagið hefir kosið 1. sunnud. eftir páska,
hinn 23. þ. m. til minningardags. Fer þann dag fram há-
tíðaguðsþjónusta í Heilagri Pálskirkju í Lundúnum, og óefað
verður þess viðburðar minst um allan hinn enska heim. Um
leið lætur félagið fara fram sýningu á öllum bibliuþýðingum
og útgáfuin, og verður sýning sú óumræðilega stór og til-
komumikil.
Biblíuþýðing Wickliffs, sem lokið var fullum 100 árum áður
en Lúter fæddist, var fyrst prentuð í heilu lagi 1850. Þrátt fyrir
ofsóknir katólsku kirkjunnar varðveittist sá dýrlegi dómur
enskrar þjóðar og tungu í einstaka eftirritum. Siðbótarmað-