Nýtt kirkjublað - 01.04.1911, Blaðsíða 13

Nýtt kirkjublað - 01.04.1911, Blaðsíða 13
NÝTT KlREJUBLAt) 85 Mér hefir verið varpað í fangelsi fyrir það að eg fór með upphafskapít.ulann af fjallræðunni á sveitasamkomu. Og margir hafa setið í böndum fyrir að selja biblíuna. K. T. U. M. haíði þó náð ofurlítilli útbreiðslu og komið á sunnudagaskólum á fáeinum stöðum. En ekki var það frjálst að lögum, en látið viðgangast af meinhægð, enda svo víða ltominn fram samhugur með starfi félagsins. Og ofurlftinu hlut höíum vér átt að því, þótt lágt færi, að glæða kristilegu hugsjónirnar hjá þjóðiuni: sannleika, heiðarleik og frelsi. — Ný öld er runnin upp með lýðveldinu 5. dag októbermán- aðar 1910. Nú er mikið og gott verk hér að vinna í Portúgal, og kom- umst vér yfir minst af þvf. Vér leitum aðstoðar og fyrirbæna bræðra vorra um allan heim. Nýja stjórnin er sökuð um það, að hún sé óvinveitt kristnu trúnni. Er það ósatt mál. Hún vill bara ekki láta neina tiúar- einokun viðgangast. Eg hefi oft komið til Lissabon, síðan sljórn- arfarsbreytingin varð, og er mér og minum erindum altaf' vel tek- ið. Dómsmálastjórinn, herra Costa, sem var einn helsti forsprakk- inn, hafði oft beðið mig að þreytast eigi á því að koma guðsjöll- unum út til fólksins. Eg gerði mér ferð til að samfagna honum, er hann var sestur að völdum, og kaliaði hann til mínþegarhann sá mig í dyrunum: „Nú er frelsið fengið, nú getið þér tálmunar- laust gengið að yðar góða starfi.“ Satt er það, að æðsti maðurinn, sjálfur forsetinn, er vantrúar- maður, að því svo er kallað. En hann er heiðarlegur maður, og heimilislíf haus er sönn lyrirmynd. Deim var öðru vísi farið helstu stjórnmálamönnunum áður. Deir gengu með hattinn í hendinni, buktandi og fruktandi, fyrir .hverjar kirkjudyr, en lifðu opinber- lega hneykslislífi heima hjá sér. Landsstjórnin á mjög svo i vök að verjast. En fylsta sam- hug höfum vér Prótestantar með því sem þessi svonefnda vantrú- arstjórn er að berjast fyrir landinu til viðreisnar. Trúarbragða- frelsið er fengið. Mörg hundruð nýir skólar eru að rísa upp. Reynt er að hefta drykkjuskap og ýmsu illa siðu. Sunnudags- helgin er orðiu meiri. Og verð hefir lækkað á matvælum. Hættan er mikil að þjóðiu hrapi í trúarleysi er hið forna hrynur. Enn aftur bið eg því um sainhug og fyrirbænir allra bræðr- auna erlendis. Nú eða aldrei er hinn hentugi tími i Portúgal, að vinna góðu máli til sigurs. Oporto 21. janúar 1911. Alfredo H. da Silva.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.