Nýtt kirkjublað - 01.04.1911, Qupperneq 14
86_ NÝTT EtRKJTTBLAe
grótta=kYÖrnin ntjja.
„Geturðu smiðað, gumi þú, gangvél þá sem elskar?11 Kvað
Björn gamli Gunnlaugsson.
Það liggur við borð að Edison hafi gjört það. Nýsmíðuð er
vél hjá honum, sem gefur öllum aura sem til hennar leita.
Hún flýgur fiskisagan, út um aDa borgina, um þessa dásemdar-
vel. Þeir kaDa hana mannkærleikavélina. Það kemur skrið á götu-
slæpingana og göngumennina. Þeir hópast heirn að húsinu: Ekki
er þessu með öllu logið: Þar er kominn á stafninn glóandi málm-
kassi, og stendur sveif út úr. Og með stóru letri er þar skráð, að
hver sem snýr sveifioni 100 sinnum, fær cent að gjöf.
Heldur eru þeir tortryggir karlarnir. Þeim reynast ekki aur-
arnir svo lausir fyrir að jöfnuði. Þó verður eftir nokkuð þref að
einhver þeirra leggur í sveifina. Forvitnin verður ofan á.
„Trampurinn11 telur snúningana, — þeir eru kendir svo við síua
iðn vinnuleysingjarnir vestra. Ekki viD hann láta hafa af sór
einn snúning fram yfir. Þegar fimtíu eru af, verður hann að hafa
handaskifti, og svo smeDur eins og í hesputré við hundraðasta
snúninginn, og centið hrýtur í lófa hans.
Þeir reyna fleiri, og svikalaust skilar vélin aurunum.
Þá brýst þar fram stór og sterkur sláni: Tíu cent, það eru
tveir hringir handa þeim knæpufólögunum. Það eru bara 1000
snúningar. Mannúðarvélin þessi er mesta metfé.
Hann hefir fengið nóg af því, þegar 500 eru komnir. Hann
strýkur handleggina og labbar burt með sin 5 cent. Daginn eftir
verður hann áreiðanlega með gikt og harðsperru; svona mikið
hefir hann ekki unnið í hálft ár.
Edison brosir i kampiun. Svona ódýran vinnukraft hefir hann
ekki fengið í háa tíð. Hann fær frá vólinni nóg rafmagn til Ijósa
og á lyftina sína, og til svo margra annara vika á heimilinu.
En karlarnir mega ekki vita það, því að þá hætta þeir að snúa.
Móðurmálsbókin.
Kenslubók eftir Jón Ólafssou I. Orðflokkar, hljóðfræði beyg-
ingarfræði, orðmyndunarfræði. Höf. ætlar sér síðar, eí aldur og
annir leyfa, að gefa út II. bindi, stafsetningarroglur og málskip-
unarfræði. Með vorinu ætlar hann og að gefa út stutt ágrip af
þessu fyrra bindi handa barnaskólum.
Bókin er skýr og skemtileg aílestrar og þvi líkleg að uá hylli