Nýtt kirkjublað - 01.04.1911, Side 15
NÝTT KIRKJtmLAÍ)
87
sem kenslubók. Hún er 180 bls., og kostar 1 kr. 50 a. í skóla-
bandí. Aðalumboðssala hjá Arinbirni Sveinbjarnarsyni.
Móðurmálskenslan á að gefa öllu öðru námi barnanna líí og
liti. Setningin sú gild og góð utan Reykjavíkur. Þar taka leið-
audi mennirnir aldanskan barnaskóla fram yfir móðurmálsskólann.
Friður á jörðu!
Kvæði eftir Guðmund Guðmundsson, Isafold 1911. — Verð 80 a.
Þegar seinasta blaðið var að koma út, barst ritstj. þetta uýja
kvæðasafn, og var þá strax skotið inn broti úr einu kvæðinu, og
bókarnaínið haft að yfirskrift.
Væri friðarmál kærleikans sungið jafnástúðlega og jafnfagur-
lega fyrir 100 miljónum og nú er sungið á tungu 100 þúsunda,
mundi skáldið góða hljóta friðarverðlaun Nobels.
Innilegur trúarhreimur er í ljóðunum, og einkar fagur flokkur
er þar um Krist. Eg tek hér upp seinasta kvæðið í bókiuni:
Ljóðalolc.
Sem Agli forðum létti’, er sorg í söng
hann sárri’ og þungri lyfti’ í hærra veldi,
svo léttir mér, um íriðariánans stöng
er fléttað hefi eg sveig á júlíkveldi.
í nafni íslands bið eg þessi blóm
á berum rjóðrum gróðri leið að ryðja,
og strengja minna veikan hörpuhljóm
í hverri sál að friði’ og samúð styðja.
Svo fljúgið vonglöð, litlu Ijóðin min,
og leitið sérhvers hjarta’ er friðar biður,
og opnið skuggans börnum sólarsýn
við sönginn ljúfa: „Eriður sé með yður!“
Sumir meta það vísast við höfuudinn, hvað bragarhættirnir
eru breytilegir. Heldur þyngir það mér lesturinn á mörgum ljóð-
um i einu. Sumt syngur sig auðvitað sjálft, eins og t. d. tileink-
unarljóðið framanvið:
Ljóðkær minnist þjóðin | hve ljóðin | vor ungu
landa barst þú milli | með snilli | á tungu.
Poestion vor góði | í ljóði | þér lengi
lof og þökk skal óma | og hljóma | við streugi!
„Efnisminsta skáldið11 sagði eitt höfuðskáldið við mig um
Guðmund í fyrra. Jæja! Efnið hjá honum ekki svo smátt núna.
En hvað sem þvi líður, þá verða þessir steyptu hljómar hjá Guð-
mundi ísleusku eyra altaf nóg efni.