Nýtt kirkjublað - 01.04.1911, Page 16
88
NÝTT KIRKJUBLA©
Prestsetrin fyrrum og nú.
Út af norskri tímaritsgrein um breytingar og byltingar þar í
landi á prestaköllum og prestsetrum, minti -síra Matthías á það í
mjög hugðnæmri grein í „Norðurlandi“, hvernig prestsetrin liafa
verið menniugarmiðstöðvar í landinu: „Vandfylt verður það skarð,
sem nú er að meiru eða minna leyti eítir þá friðsamlegu og fögru
menningu, sem íslendingar eins og Norðmenn hafa átt undir góð-
um prestum og heimilum þeirra.“
Alt af nokkur sársauki og áhætta þegar bylt er og breytt til.
Svo eg renni bara augunum í eina átt og taki fátt af mörgu, þá
get eg eigi við því gjört að eg sakna söguhelgu setranna Hitár-
dals, Helgafells og Selárdals. Og svo mætti telja koll at kolli um
land alt. Og þeim fjölgar fremur en fækkar niðurlögðu „stöðunum.11
Norðan úr Ejörðum.
í þessari manntalstíð gæti einhverjum þótt fróðleikur að heyra,
hver sóknin hefði sótt sig bezt með mannfjölgun undanfarið, og
er því auðsvarað fyrir árið 1909, að lang-efst var þar á blaði
Þönglabakkasókn, hækkunin yfir GO°/0 á 2 árum. Enginn hafði
því spáð um „Ejörðurnar“.
Óyggjandi höfn á Þorgeirsfirði mótorbátum vetur og sumar,
og eitthvert allra fegursta engi þessa lands í Hvalvatnsfirði. En
það eru snjóþyngslin ! Og svo kvað Látrabjörg:
Fagurt er í Fjörðum | þá frelsarinn gefur veðrið blítt,
heyið grænt í görðum | grös og heilagfiski nýtt.
En þegar veturinn að oss fer að sveigja,
veit eg enga verri sveit | um veraldar reit,
menn og dýr þá deyja.
Ujarmi, kristilegt heimilisblað. Kemur út tvisvar í mánuði. Verð
1 kr. 50 au., i Ameríku 75 cent. Ritstjóri Bjarni Jónsson kennari.
Breiðablik, mánaðarrit til stuðnings íslenskri menning. Ritstjóri
séra Friðrik J. Bergmunn, Winnipeg. — Verð 4 kr. hér á landi. —Fæst
hjá Árna Jóhannssyni bankaritara.
Samciniugin, mánaðarrit hins ev.lút. kirkjuf. Isl. í Vesturheimi.
Ritstjóri séra Jón Bjarnason í Winnipeg. Hvert númer 2 arkir. Verð
hér á landi kr. 2,00. Fæst hjá kand. Sigurb. Á. Gíslasyni í Rvk.
N. Kbl. VI. ár. — 2 kr. — 75 c. — 1. og 15. i mánuði. — 18 arkir.
______________Ritstjóri: ÞÓRHALLUR BJARNARSON.
F élagsprentsmið j an.