Nýtt kirkjublað - 01.06.1911, Qupperneq 13

Nýtt kirkjublað - 01.06.1911, Qupperneq 13
NÝTT KIRKJUBLAÖ 133 vont eður órétt, leynt ebur ljóst; heldur jafnan reiðubúinn að taka upp á mig mannhatur og ofsóknir trúarinnar, dygðar- innar og sannleikans vegna. Eg skal vera fús að fyrirgefa þeim sem mér á móti brjóta, nær þeir leita sátta við mig; og enda þeir aldrei leili, skal eg samt ekki hefna mín á ]>eim sjálfur, heldur líða óréttinn með Jjolinmæði. En sjái eg til uppbyggingar þéna, að beiðast réttar míns af dótnaranum, skal það ske án alls haturs lil míns mótparts, fyrir hverjum eg skal af hjarta biðja, að dæmi míns lausnara Jesú. 7. Sver eg og heitstrengi, að eg skal rækja mitt lík- amlega kall með allri ráðvendni; nota mér þínar jarðnesku gáfur með ástundun og sparsemi, en forðast samt alvarlega alla ágirnd, búksorg og sérplægni. Eg vil bera mig að vinna svo fyrir sjálfum mér, að eg sé ekki öðrum til þyngsla, en geti heldur styrkt og stoðað mína þurfandi bræður í heimin- um. Sálargagn mitt skal eg þó ætið láta sitja í fyrirrúmi fyrir líkamans, og einasta rækja líkamann sálarinnar vegna, en ekki til þess ab vondar girndir í honum uppæsist, sem eru sálarinnar ólyfjan. I fám orðum: Eg vil ástunda að brúka svo heiminn að eg ekki misbrúki hann. 8. Sver eg og heitstrengi, að eg skal hlýðinn og auð- sveipur vera öllum mínum yfirboðurum þinna vegna. Eg skal vera mínurn kongi og veraldlegu yfirvaldi hollur og trúr undir- sáti; heiðra landsins lög með dygðugu og ráðvöndu framferði; gjalda möglunar- og afdráttarlaust rnínar skyldur og skatta; styrkja til réttarins framkvæmdar, nær eg þar til kallast; vera nytsamur limur þess borgaralega samkvæmis föðurlandinu til besta. En minn höfuðtilgangur í öllu þessu skal vera sá, að þóknast þér, minn guð og skapari! Ef eg sjálfur er yfir nokkra boðinn, skal eg ætíð brúka mitt vald yfir þeim með réttvísi og kærleika, þeim til besla en þér til dýrðar. 9. Sver eg og heitstrengi, að eg skal ástunda að láta mér framfara í þinni þekkingu og elsku, meðan eg lifi; og þessvegna brúka þar til kostgæfilega þau meðul sem þú mér gefið hefir, nefnilega: þitt heilaga orð og kvöldmáltíðarsakra- ment míns herra Jesú. Þessi blessuðu meðöl skal eg iðuglega brúka með allri þeirri auðmýkt og andakt sem eg get; með bæn trú og þakk-

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.