Nýtt kirkjublað - 01.10.1913, Blaðsíða 3

Nýtt kirkjublað - 01.10.1913, Blaðsíða 3
NÝTT KÍRKjÚBtiAí) 219 hann sagði, að slíkra vœri guðsríki; og hann tók |iau sér í fang og lagði hendur yfir þau og blessaði þau. — Það ])arf fólk þessa kirkjufélags að læra að gjöra betur en verið hefir til ])essa, í nafni hans. Framtíð þess er undir þvi komin. A þessu verður engin veruleg bót ráðin fyrr en leikmenn koma til skjalanna, taka þetta mál að sér og láta sér þykja vænt urn það. — Prestarnir hafa í liðinni tíð reynt sig við það. En þeir hafa svo tiltölulega litlu getað komið til leiðar, bæði af því að þeir þurfa flestir mörgum söfnuðum að þjóna i viðáttumiklum prestaköllum, og líka vegna of mikils sam- vinnuleysis safnaðanna. Sd.skóla-kennara geta þeir oft ekki feng- ið nema með miklum eftirgangsmunum; heimilin hafa alt of lítið að því gjört, að láta börnin sækja skólana reglulega og koma undirbúin; og kennarafundi til undirbúnings bafa menn, að minsta kosti sumstaðar, ekki fengist til að sækja. Fullorðna safnaðarfólkið þarf að vinna að sd.skólunum af áhuga ef nokkuð á að verða ágengt. En þegar um það er talað, afsakar margt eldra fólkið sig með því, að það sé því óvant, — hafi aldrei alist upp við sd.skóla. Mér finst sú afsökun vera álíka og ef einhver maður, nýkominn heiman af Islandi til þess að fara að búa hér, vildi endilega slá engið sitt með orfi og ljá, af því að hann væri þessum sláttuvélum óvanur að heiman, — hefði ekki alist upp við þær; skyldi menn ekki þurfa að læra og æfast við sd.skóla-staríið einsog við hvað annað ?*) Og þar erum vér líka komnir að aðal-meininu: Menn skoða sd.skólana sem nokkurskonar barnaskóla, í stað þess að þeir eiga að réttu lagi að vera biblíu-skólar eða kristindóms- skólar fyrir alt safnaðarfólkið. Það kveður svo ramt að þessu, að það er engu Iíkara en að sumum þyki nærri því minkun að því að sitja og hlýða á kenslu í sd.skóla. Og afleiðingin af þessari öfugu aístöðu eldra saínaðarfólks, þessari hálfgjörðu lítilsvirðingu, sem það sýnir í verki sd.skóla-staríinu, er sú, meðal annars, að unglingarnir hverfa oft úr skólunum skömmu eftir fermingu, -— Iíklega til þess að vera eins og fyrirmyndir þeirra, fullorðna fólkið. Háttvirtu kirkjuþingsmenn! Hér blasir við yður heilagt *) „Freyr'1 segir 40 slúttuvélar keyptar lil luntlsins i ár. Aths. úlg.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.