Nýtt kirkjublað - 01.10.1913, Blaðsíða 4

Nýtt kirkjublað - 01.10.1913, Blaðsíða 4
220 NÝTT KÍRKJtJBLAí) og göfugt verkefni, að kippa þessu í Iag og tryggja með því framtíS safnaðanna og kirkjufélagsins, og vinna um leiS æsku- lýðnum uppvaxandi hið mesta gagn, sem i yðar valdi stendur. Misvirðið ekki þó að eg láti í ljós þá skoöun mína, að það sé heilög skylda yðar sem manna, að bera sem kjörnir full* trúar safnaðanna sérstaklega ábyrgð á velfarnan guðsríkis-mál- anna, að sækja sd.skóla, svo framarlega sem þeir eru til hjá söfnuðum yðar, og hlynna af fremsta megni að þeim; en sé sd.skóli þar ekki til, þá að sjá um að hann komist á fót, og vinna að framförum haus af engu minni áhuga en þér sýnið við hin tímanlegu bjargræðismál yðar. Þegar leikmannahópurinn er farinn að skilja og elska sd.- skólastarfið, þá er því borgið; þegar leikmönnum er orðið það áhugamál að hafa góða og afkastamikla sd.skóla hjá söfnuð- unum, þá koma þeir. Þá hverfa ekki allir unglingarnir úr skólunum skömmu eftir ferminguna; þá verður ekkiskorturá kennurum; þá verður sd.skólamálinu meiri sómi sýndur á kirkju- þingunum; þá verður alment farið að vinna að því eins og máli, sem er viðurkent eitt hið þýðingarmesta velferðamál hins kirkjulega félagsskapar vor á meðal. Og þegar það er orðið, þá munu verða augljós áhrifin á alt andlegt lít safnaðanna; — það endurfæðist. ertu vandur að meðölum! Niðurlag héraðsfundarprédikunar 1912. Breytnin í lífinu er að mínu áliti það, sem aðallega verð- ur lagt á metaskálina hjá dómara alls holds, þegar gjöra skal út um verkkaupið fyrir unnið lífsstarf vort. En einsog ekki getur hreint vatn runnið af gruggugri lind, eins getur ekki breytnin, framkoman í lífinu, verið góð, hrein og soralaus, nema hugarfarið sé hreint, og þegar vér tölum um breytni, undirskiljum vér aðila þá, sem breytnin kemur fram við: Það eru guð og tnenn. Og til þess að gjöra alt sem óbrotn- ast, skulum vér aöeins segja; menn, því þuð sem þér gjörið einum minna minstu bræðra, það gjörið þér mér, segir frels- arinn.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.