Nýtt kirkjublað - 01.10.1913, Blaðsíða 8

Nýtt kirkjublað - 01.10.1913, Blaðsíða 8
224 NÝTT KIRKJUBLAÐ jjökkursögur. VII. Sama vorið (1888) og eg vígðist að Hjaltastað á Fjótsdals- héraði og fluttist þangað, flutti búfr. Jónas Eiríksson að Eiðum i Eiðaþinghá, sem skólastjóri, ásamt konu sinni Guðlaugu Jóns- dóttur. Varð eg brátt kunnugur þeim hjónum, því Eiðar eru annexía frá Hjaltastað, og tókst með okkur góð vinátta. Eg hefi ávalt haft gaman af dularfullum fyrirbrigðum og sálfræði- legum athugunum, en einkum þó þau 8 ár, sem eg var á Hjaltastað. Enda hlóðust síðar margháttuð störf á mig og annir, sem drógu huga minn frá þessum efnum. Eg átti á þeim árum oft tal við menn um þessa hluti og leitaði eftir, hvort ekkert dularfult eða óskiljanlegt hefði borið fyrir þá, og varð þá margs vísari. — Meðal annars átti eg tal um þessi efni við þau Eiðahjón, og ætla eg hér að segja frá viðburði er skeði á Ketilsstöðum í Jökulsárhlíð, mig minnir árið áður en þau fluttu að Eiðum, en þar bjuggu ]>au þá. Það var einhverju sinni siðari part sumarsins, að 3 elstu synir þeirra hjóna, Halldór, Jón og Benedikt, sátu uppi á bað- stofulofti hjá móður sinni, þvi rigning var úti; alt annað fólk var á engjum langt frá bænum. Halldór var þá á 5. eða 6. ári (eg man ei hvort heldur var), en bræður hans sinn á hvoru árinu þar undir. Svo háttaði til, að gluggar voru báðum megin á þekjunni yfir rúmum, er voru þar fram með baðstofuveggjunum. Alt í einu segir Halldór: Neimamma! sjáðu strákinn sem er þarna á glugganum, og benti á gluggann, sem var á móti rúminu, sem þau sátu á. Móðir hans leit út í gluggann og sá ekkert, en aftur sögðust bræður Halldórs sjá strákinn er þeir litu þangað. Leið svo góður tími að drengirnir fullyrtu að þeir sæju strákinn á glugganum, og að hann væri að skæla sig og gretta framan í þá. Móðir þeirra sá ekkert og varð loks leið á þessari suðu í drengjunum, og sagði þeim öllum að setjast á rúmið, er var undir glugganum, sem þeir þóttust sjá strákinn á, og bannaði þeim að líta út í gluggann, en fekk þeim gull til að leika sér að. Leið svo dálítil stund, þar til þeir alt í einu kalla upp: Nei sko mamma! hann er þá

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.