Nýtt kirkjublað - 01.01.1914, Síða 16
12
NÝTT KIRKJUBLAÐ
frestinn, og siðan veita verðlaunin ])eim manni er á best rit-
uðu eða gagnlegustu ritgerðina fyrir almenning.
Sjóðurinn er nú í árslokin orðinn yfir 5þús. kr. og
þótti ástæða að fara að nota hann samkvæmt gjafabréfinu.
Varð að lialda sér við orð bréfsins, og sjá hvernig gæfist.
Er auglýsing í Lögbirtingablaðinu um verðlauna-boðið.
„Frit Yidnesbyrd11.
Morten Pontoppidau er prestur á Sjálandi, í Stenlöse, maður
nokkuð við aldur. Hélt hann úti um 12 ára skeið blaði eða tíma-
riti er hauD nefndi svo sem yfir stendur, en hætti við fyrir 8 ár-
um síðan. Nú kemur ritið aftur út og eru þeir tveir um það, M.
P. og Arboe prestur Rasmussen.
Þeir stofna blaðið til varnar hugsana og kenningarfrelsi í
kirkjunni. Þykir þeim óvæulega horfa fyrir því nú á tímum og
kirkjunni þá um leið hin mesta hætta búin.
Þeir telja og mikla nauðsyn til þess, að kristinn almenningur
eigi kost á að kynnast biblíurannsóknum vorra tima, og teljabest
að prestarnir sjálfir gjörist flytjendur þess máls, af skiljanlegum
ástæðum.
Og þeir vilja ekki vera hornrekur, sem kaupi á sig frið með
því að þegja, þeir hinir skilgetnu synir siðbótarinnar. Allur evan-
geliskur kristindómur stendur og fellur með trúar og 'nugsanafrelsi.
Ritið kemur út 1. og 15. í mánuði frá okt. byrjun í haust, er
hvert tölublað 16 síður, fest i snotra kápu. Gefur Gyldendal út
og kostar 4 kr. um árið. Mest munu þeir tveir 'útgefendurnir
sjálfir eiga í ritinu, og verður áreiðanlega vel læsilegt og fróðlegt.
Biblían á bryggjunni.
Prá júnílokum 1912 til jafnlengdar 1913 stigu rúmlega 800 þús.
innflytjendur fæti á land í New York. Plestir komu í júní, 116
þús., en fæstir í janúar, 26 þús.
Biblíufélagið sem kennir sig við New York hefir sett sér það
mark, að geta gefið hverjuin innflytjanda, sem þess óskar, biblíu,
og mun vera á góðum vegi að það takist. Fær hver á sínu móð-
urmáli, og þurfa túlkarnir að vera margir.
Eftir þvi sem „Mbl.“ segir frá, er hugsað alt minna um lík-
amann hjá þeim, sem upp er skipað á Ellisey.
Gyðinga-þýðing á Gl.tm.
Nefnd lærðra rabbína f Amerfku situr yfir þýðingu Gamla
testamentisins. Segja þeir, sera ekki er tilhæfulavst, að hallað sé