Nýtt kirkjublað - 01.10.1914, Qupperneq 2
218
NÝTT kirkjubl \ð
iin mikla siyrjöld.
Hinn mikli ófriður kom eins og reiðarslag yfir allar sið-
aðar þjóðir. Sex stórveldi Norðurálfunnar hamast hvert gegn
öðru með meira ofurefli og ofurkappi en dæmi eru til í allri
veraldarsögunni. Og sé ofsinn og grimdin eftir unnar borgir
og bardaga miður afskaplegt en á fyrri öldum, er ófriður geis-
aði, eru dráptólin margfalt ægilegri, manndrápin meiri, þján-
ingarnar þyngri, og skaðsemi og eyðilegging hundraðföld hjá
því, sem áður fara sögur af.
Fyrir þá sök standa hugsandi menn höggdofa og halda
andanum niðri — ekki einungis af blöskrun og skelfmg, held-
ur einkum fyrir þá sök, að rnenn skilja ekki tilefnið, upptökin.
Hver lifandi maður gat hugsað sér, að hin kristna siðmenning
mætti á einu augabragði snúast i ramheiðna grimd, öll mann-
úð hverfa, öll hagsýni, forsjá og framsýni friðartímans, alt
réttlæti og gervalt kristið háttalag, — að alt gott og göfugt
sem margra þúsund ára afskaplegar raunir og reynsla hafði
unnið og lögfest, skyldi á fáeinum dögum snúast upp í slikt
óhemjuæði! Tíu eða tólf miljónir manna, búnar og brynjað-
aðar gömlum og nýjurn morðtólum, gangast að myrðandi, eyð-
andi, tortímandi . . . Nei! Orðin fá ekki þessu lýst . . .
Hvað veldur? Hverjir valda? Spyrjum ekki um næstu
orsakir, þær skýra lítið; spyrjum um dýpri rök. Réttast mun
vera að segja, að rökin liggi í loftinu, í manneðlinu og sögu
vors kyns, því svo langur er þess ómagaháls. En tvo hjá-
guði vorrar aldar má nefna, þá er mest hafa eitrað siðmenn-
ingu síðustu tíma og mestu munu valda. Þeir hjáguðir heita
(á hebresku) Mólok og Mammon. Mólok er ofmetnaðarguð
hernaðar og harðstjóra, sá er skapað hefir yfirgang og eigin-
girni allra valdhafa, og varið þykist hafa allsherjarfriðinn,
með því að ögra og ofbjóða með ógnum hins óhemjulegasta
herafla, sem sögur fara af. Og þar standa Prússar í miðri
fylkingu, enda þykjast mest innilokaðir, og engan frelsara þekkja
nema hinn „járnvarða hnefa“ herguðsins. En hinsvegar stend-
ur engu mildari þjoðkúgari, bann Mammon, sem lætur sína fáu
útvöldu lifa daglega í vellystingum, en hina mörgu lifa við
sult og seyru.