Nýtt kirkjublað - 01.10.1914, Síða 15

Nýtt kirkjublað - 01.10.1914, Síða 15
NÝTT KIBKJUBLAÐ 231 stjörnumeistaranQm og liélt íör sinni áfram. En um daginn kom á versta hrakviður, og allir komu þeir heim holdvotir, kalífinu og förunautar hans. IÞegar kalífinn var búinn að haía fataskifti, var það hans fyrsta verk að láta sækja stjörnumeistarann, og voru honum gerð fljót skil, og gat hann hvorki spáð illu nó góðu veðri eftir það. í annan stað lét kalífinn lcoma með manninn sem rétt hafði sagt honum fyrir um veðrið og gaf honum kost á að taka við stjörnu- meistarastöðunni. En mauniuum þótti vandi fylgja þeirri vegsemd; hann klóraði sór í höfðinu, og sagðist okkert vit hafa á veðri — — en — — það væri asninn sinn. „JÞegar asninn minn finnur á sór vont veður," sagði haun, „þá fer hann að reisa eyrun“. Og nú var asninn gerður að stjörnumeistara, og það fór alt vel. Það var helst til ama, að upp írá því vildu allir asnar í rík- inu ná sér í embætti. Fæddir, fermdir, giftir, dánir 1913. Eæddir sveinar 1182 (1203), meyjar 1122 (1107), samtals 2304 (2310). Af þeirri tölu andvana fædd 88 (76). Óskilgetin börn 295 (288). Fermdir 860 sveinar 847 meyjar, samtals 1707 (1820). Hjónabönd 494 (497). Dánir alls 1144 (1246), 563 karlmenn, 581 kvenmenn. Yoveiflega hafa dáið 86 (115), af þeim 9 konur. Druknað hafa 66 (96), af þeim 4 konur. Úti urðu 3, 2 karlmenn, 1 kvenmaður. Farið sór 5, 3 karlmenn, 2 kvenmenn. Fjórar kon- ur andast milli 95 og 100 ára. Tvœr þríburafæðingar. Milli sviga eru tölurnar frá í fyrra. Dökkur á brá. Síra Sveinn Halldórsson vígðist að Einholti 1750. Hann var faðir sira Benedikts í Hraungerði, föður síra Sveins í Álftaveri, föður Benedikts alþingisforseta og Þorbjargar yfirsetukonu í Reykja- vik, og þá langa-langafi Einars skálds Benediktssonar. Þegar sira Sveinn messaði i fyrsta sinni i Einholti, bjó Stein- unn móðir Jóns konferentsráðs Eiríkssonar í Hólmi á Mýrum. Hún átti dóttur efnilega, Kristfnu að nafui. Fóru þær mæðgur til kirkju. Þegar þær voru komnar heim, spurði Steinunn húsfreyja Kristínu dóttur sína, hvernig henni hefði iitist á nýja prestinn. Kristín sagði, að sér hefði þótt hann dökkur á brá. Þá sagði Steinunn, að hann mundi þó verða maðurinn hennar, og varð það skömmu síðar. Sögumaður er sira Pótur á Kálfafellsstað.

x

Nýtt kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.