Nýtt kirkjublað - 01.10.1914, Blaðsíða 3

Nýtt kirkjublað - 01.10.1914, Blaðsíða 3
NÝTT KHtKJUBLAÖ 219 En hvar eru hinir góðu og réttvisu? Þeir fara ýmist huldu höfði, ellegar gerast hræsnarar, sumpart óvitandi eða af vana, en aðrir vitandi vits til ]iess að verja arfgeng hlunn- indi. Og hvar er svo kristnin og kœrleikurinn? Fer huldu höfði, eða hvar er sumarið og sólskinið jjegar ógnir ofviðris og eldinga byrgja himin og hauður. En ekki deyr hið ódauðlega: Aftur vaknar andi manns, en þótt sakni snilli, þegi raknar þráður hans, þó að slakni í milli. Þessi styrjöld er guðsdómur! Býsna skal til batnaðar. Það sanna þær kynslóðir, sem eftir Jjessi ósköp lifa. Auðvit- að munu þeir Mammon og Mólok ekki falla við fyrsta högg, eða þessa styrjöld eina, en ósárir sleppa þeir ekki. Þessi ókjör hljóta að skapa betri daga, því vissulega „vakir lífsins eilíft aíl undir djúpum bárum“. Guð birtist ekki fyr en í andvaranum, sem fylgir of- viðrinu, skruggum og Iandskjálftum. Hér er alt í beli miðju, en „svo koma dagar, og svo koma ráð, og svo kemur eilífð- in björt“. Því þó að menn skelfist ósköp þsssi, verða hinir bestu og vitrustu ekki örvinglaðir — ef þeir vona á drottin. „Því þeir sem vona á drottinn“, sagði hinn mikli spámaður, „þeir fá nýjan styrk; þeir fljúga upp sem ernir, þár hlaupa og þreytast ekki, þeir ganga og lýjast ekki“. M. J. ||éraðsfundar-erindi. Eftir Sigurð bónda Jónsson á Ystafelli, Þegar eg hefi setið á þessum árlegu héraðsfundum okk- ar, hefi eg nær því ætíð fundið til einhverrar vöntunar, sakn- að einhvers, sem mér fanst að hefði átt að standa á dagskránni og vera þar aðalatriðið, en sem ekki hefir komið fram, nema þá að litlu leyti. Eg befi því vanalega farið af fundi með tómleik í hjarla og leiðindi í huga.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.