Nýtt kirkjublað - 01.10.1914, Qupperneq 5
NÝTT KTRKJUBLAÐ
221
ur manna yrfíu siðlegar á þessum dögum, og ætíð mætti slíta
fundi, þegar sterkar -ástæður eru til.
Hið sanna niun vera, að í þessu efni vantar eiginlega
ekki annað en sterkan vilja, er sprottinn sé af áhuga fyr-
ir því að efla samlif kennara og lærisveina. Yið verðum að
yfirgefa þennan stranga aðskilnað og staðarbönd, en leiða kenn-
inguna og samhuginn inn á fundina okkar og í daglega lifið.
Ef kristindómurinn þolir þetta ekki, ef við erum ekki fær-
ir um að reyna þetta, þá þekkjum við ekki rétt hinn postul-
lega einfalda kristindóm; erum ekki kristnir.
Og til þess að sýna það, að mér sé alvörumál með auk-
ið samstarf kennara og lærisveina, ætla eg að hagnýta mér
fengið leyfi til þess að segja nokkur orð um eitt jiýðingarmikið
atriði fyrir kirkjufélag okkar og trúarlíf, frá sjónarmiði lœri-
sveins og það er þá þetta:
Hvað skal eg' prédika?
Eg er viss um það, að því er svo háttað enn i dag, sein
á dögum Jóns hiskups Vídalíns, er setur þessa spurningu fram-
an við húslestrabók sína, og eins og á dögum spámannsins
hjá Gyðingum, er fyrstur mun hafa letrað hana, að svarið er
öllum þeim þyngsta áhyggjuefni, sem vilja að framkoma sín
og prédikun verði til þess að efla guðsríki í hjörtum mann-
anna, hvort sem slíkir menn eru í þjónustu kirkjunnar eða ekki.
Þýðing hvaða kenningar sem er erum við vanir að meta
eftir þeim óhrifum, sem hún hefir á lærisveinana, og þetta
hefir einnig, með fullum rétti, verið heimfært til kristindóms-
ins. Eftir þessu er það þá beinlínis nauðsynlegt, að kennar-
inn fái sem Ijósasta vitneskju um það, lwað það er í kenn-
ingunni, sem lœrisveinunum sjálfum finst snerta sig mest,
fræða, betra, göfga og lyfta á æðra stig, sem mönnum. Og
það er beinlínis frá þessu sjónarmiði sem eg flyt þetta er-
indi eftir minni lœrisveins-lifsreynslu, en ekki í þeim tilgangi
að eg ætli mér að kenna kennurunum.
Eg vil aðeins benda á einstöku efniviðargreinar í þá brú
sem geti orðið tengiliður samstarfsins frá báðum hliðum.
Fyrst af öllu finst mér þá koma lil greina, að hver sá
sem prédikar hafi óbifandi sannfæringu um það, að hann flytji