Nýtt kirkjublað - 01.10.1914, Side 11

Nýtt kirkjublað - 01.10.1914, Side 11
NÝTT KIRKJUBLAÐ 227 nýverið að hann sé lífið og sálin i félagslífinu í sinni bygð, og það ætla eg um hann, að skil muni hann vita á flestum bændum landsins, sem komnir eru á efri árin. Síðara bréfið er frá Jóni Jónssyni fyr á Sleðbrjót. Á Jón mikinn og góðan hlut í hinni raerkilegu landnámssögu Vestur-íslendinga í Winnipeg-almanaki Ólafs Thorgeirssonar. Báðir eru þeir allir með hugann við íslensk fræði og málefni íslands. Báðir eru við búskap i Manitoba. I. Úr bréfi Halldórs Ðaníelssonar. Altaf er eg kyr i sama stað, búinn að vinna mér eignar- rétt á landi því sem eg bý á. Búskapurinn smágerbur. Eg hefi fáeina nautgripi og dálitla garðrækt. Atvinnubót að því, þótt lítil sé, að eg sé um og hirði skólahús bér nálægt. AU- mikið hefi eg af bókum. Á eg dálítið af þeim s]álfur. Svo er hér lestrarfélag sem á rúm 300 bindi af bundnum bókum og talsvert af óbundnum. Er eg skrifari og annar bókavörð- ur félagsins. Lestrarfélagið kaupir Bókmentafélags og Þjóðvinafélags- bækurnar, Nýjar Kvöldvökur, Eimreiðina og Óðinn og mikið af sögum. Hérna frómt frá að segja, þá er eg sá eini af félagsmönnum, sem Ies sumar bækurnar. Sögurnar lesa all- ir. Félagsmenn fremur lestrarhneigðir. Yngra fólkið, flest alt, les einkum enskar bækur. Ekki er gott að segja um afkomu fólks hér. Land kom- ið í svo hátt verð, að þó hinn mesti sparnaður og atorka sé við höfð, verður, mér liggur við að halda, meiri hlutinn af þeim sem land kaupa, að yfirgefa alt eflir stuttan tíma, og skilja svo við efnalausir. I bygðum hér eru mörg óbygð lönd með byggingum á og ræktuð að miklum mun, sem eng- inn fæst ábúandi á. Hvar sem farið er, endurtekur sama sagan sig. Búskapurinn, þ. e. akuryrkjubúskapurinn, borgar sig ekki. Búlönd komin í ofhátt verð. Fólkið streymir í bæina. Auðfélög eru í þann veginn að eignast landið. Sjálfs- eign bænda og sjálfstæði smáhverfur. Menn spyrjaum: Hvað get eg fengið fyrir landið mitt? En menn spyrja ekki um það: Hvernig get eg sem best búið á því? Ekki er samt svo að skilja, að hér séu ekki bændur, einnig meðal íslend- inga, sem komast vel af og eru efnaðir. Mér líst allvel á framtíðarbúskapinn heima á Islandi,

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.