Nýtt kirkjublað - 01.10.1914, Qupperneq 16
232
NÝTT KIEKJtTBLAB
Tjaldbúðarkirkjan vígð.
í vor var hér í blaðinu minst dýrustu islensku kirkjunnar, en
það er hiu nýreista Tjaldbúðarkirkja i Winnipeg. Kostaði hún
uppkomin yfir 200 þús. kr.
Kirkjan var vígð í sumar 2. ágúst, vígði prestur Tjaldbúðar-
safnaðar síra Priðrik J. Bergmanu, eD þeir Jón prófessor Helga-
son og síra Magnús Jónsson, Garðaprestur í Dakota, aðstoðuðu.
Var nákvæmlega fylgt helgisiðabók þjóðkirkjunnar islensku við
vígsluna. Segir „Heimskringla11 svo frá henni:
„yfirleitt var athöínin hin ánægjulegasta frá byrjun til enda.
Munu menn lengi minDast hennar sem einnar hátíðlegustu stundar
í lífi Vestur-Islendinga. Kirkjan var skreytt pálmum og blómum,
og menn höfðu það til orðs, hve vel alt hafi samsvarað hvað öðru,
organspilið, söngurinn og það orð sem flutt var“.
Jón prófessor Helgason
kom heim úr vesturför sinni snemma í f. m. Hafði hann viða
ferðast ura bygðir íslendinga og haldið fyrirlestra og pródikað.
Var honum alstaðar fagnað hið hesta og leystur út með góðum
gjöfum.
K. H U. M. 70 ára.
Afmælisminningin var haldÍD í Lundúnum 18. maí þ. á. Þar
stofnaði George Williams félagsskapinn 1844. Konungsíólkið enska
tók mikinn þátt í hátiðahaldinu, og heillaóskir komu fráVilhjálmi
keisara og þeim bræðrum Danmerkur og Noregskonungum og fleir-
um 3tórmenuum. Kveðjan frá Wilson var lengst og rækilegust.
Kvað hann félagsskap þunn vera talinn bestan frömuð siðgæðis
og sannra þjóðþrifa í Bandafylkjunum.
Messuvín.
Nokkuð víða að heyrist umkvörtun um vandræði að fá messu-
vín. Nú frá nýári verður til próíastanna að flýja með það. Á-
fengislaust messuvín gæti og hver kaupmaður flutt. Og því mætti
ekki bjargast við innlendan berjalög, svo sem Sverrir kendi Jóni
Grænlendingabiskupi, eða rabarbervín, sem er besti drykkur og
geymist vel árlangt eða lengur.
Pantanir prófasta ættn að geta orðið með þeim hætti, að
prófastur gefur kirkjuhaldara ávisun til umsjónarmanns áfengis-
kaupa, en umsjónarmanni verður fyrirfram að greiða andvirðið,
og þyrfti þá að vera kunnugt um verðið.
__________ Ritstjóri: ÞÓRHALLUR BJARNARSON.
F élagspren tsmiðjan.