Nýtt kirkjublað - 01.10.1914, Page 12
228
NÝTT KJRKJUBLAÐ
hækki ekki jarðirnar um of í verði. Þaðan getur stafað feikna
hætta.............
Nú verð eg að taka af mér beislið og hvarfla heim og
koma með þrjár stórar bænir til þín eða áskoranir:
Sú fyrsta bónin er að þú gerir alt sem i þinu valdi
stendur til þess að væntanleg viðgerð á Hóladómkirkju verði
landinu til sóma. Best að eiga sem minst við landsjóðinn
nreð kostnaðinn. Þar væri góður prófsteinn á Jrjóðrækni og
ættjarðarást.
Önnur bónin er um garðinn fyrir Markarfljóti. Garður-
inn sá þarf að byggjast sem fyrst.
Þriðja bónin er um það að íslenska Biblíufélagið fari nú
tafarlaust að láta ]>ýða apokrýfisku bækurnar.
Þér mun þykja eg blutsamur. Við því verður ekki séð.
II. Úr bréfi Jóns Jónssonar.
Eg er rótarslitinn vísir hér vestra. — Öll mín litla starf-
semi hér lýtur að íslensku þjóðerni, viðhaldi þess hér. Lífs-
rót þess hér vestra, þegar vesturfarir þverra, er að hafa sem
niest andleg mök við heima}>jóðina. Það leiðir, vona eg, á
sínum tíma til verslunarviðskifta, sem mundi verða Islending-
um stórhagur, ef Iludsonflóaleiðin heppnast, sem vonandi er.
Eitt af því sem mest mundi treysia andleg tengsli milli
Austur og Vestur-íslendinga væri ]>að, ef íslenska Bókmenta-
félagið sæi sér fært að setja upp einhverskonar útibú i Winni-
peg og gerði Vestur-íslendingum sem ullra greiðast um ís-
lensk bókakaup. — Gæti ekki útibú frá Bókmentafélaginu og
íslensk bóksala verið í tvíbýli i Winnipeg?
Þegar eg var heima á Islandi var eg nokkuð æstur frí-
kirkjumaður. Vildi frikirkju á Islandi. Sú skoðun mín hefir
breytst við það að standa hér auglili lil auglitis við fríkirkj-
urnar. Og því vil eg viðbæta, að Ísland er altof fátækt land
— hugmyndir alþýðu þar um að halda uppi peningalega
andlegum félagsskap altof uærskornar — lil þess að stofna
kirkju, án tilhlutunar ríkisins, sem nái í bráð þeim krafti að
gera skyldu sína.
Sérstaklega finst mér það mikilsvert, að ríkið viðurkenni
„eilífðarmálin“ þess verð, að það álíti sér skylt að telja þau
eitt af því er miði lil að skapa göfuga þjóð,