Nýtt kirkjublað - 01.10.1914, Page 6

Nýtt kirkjublað - 01.10.1914, Page 6
222 NÝTT KIRKJUBLAÐ alment nauðsynjamál jyrir mannlífið. Þetta þarf að leiftra fyrir auga lærisveinsins þegar orðiS er flutt, hljóma sem und- irspil setninganna í eyranu og titra um taugakerfið eins og rafmagnsstraumur. Á báðar hliðar er þaS hin eðlilega þörf og aldanna reynsla, sem ntskýringalaust segir það hverjum vitkuðum manni að prédikun orðsins um anda drottins og siðgöfgi mannsins er ómissandi á öllum þroskastigum mannlífsins. Þetta hefir verið svo frá því fyrsta að hugsjónalíf og framsókn vaknaði hjá mönnunum og það getur aldrei, aldrei horfið hvorki um tíma né eilífð. Og því verður það aldrei of oft endurtekið að i andlegum efnum má ekki finnast neitt hik né sljóleiki hjá kennaranum, engar vafningakreddur, ef vakningin á að koma, sem þörf og eðli lærisveinanna bíður eftir. Þennan sannleika staðfesta dæmin, forn og ný. Þegar einhver prédikari kemur fram með öbifandi trú á hinum sameiginlega kjarna trúarbragðanna og losar sig við smámunaflækjur kirkjudeildanna, en gefur orðið eldmóði andans á vald, þá kemur meiri eða minni vakning. Þá streym- ir þyrstur múgur mannanna þangað, sem svölunina er að finna, og lifgrösin festa nýjar rætur í endurbættum og vökv- uðum jarðvegi. Að minni hyggju standa því kirkjurnar okkar ekki hálf- tómar vegna þess að þörfin fyrir heyrn orðsins sé að hverfa eða sé minni en áður. Þvert á móti. Þörfin hlýtur að vera að vaxa sem þýðingarmesti liðurinn í réttri framþróun. Og framþróun andans fer vaxandi. Það vonum við flestir að sé tilfellið. Án þess að fara að rökræða þetta mikilfenglega efni meira á þessum stað, segi eg því: Þörfina vantar eigi. Hitt mun réttu næst, að okkar tími heimtar meira en áð- ur, og að lærisveinninn finnur það eigi nægilega' oft eða i nógu ríkulegum mæli í kirkjunni, sem hjarta lians hugsjón og . skilningur þráir. Kennarinn veiður að miða sig nokkuð við þroska lærisveinanna og þarfir. Kirkjan verður að vaxa með kynslóðinni en ekki einangra sig frá henni, vuxa að alvöru og lífsfyllingu. Annars segir kynslóðin og á að segja: „Burt með þig, eins og þú ert orðin; nú reisi eg nýtt hús, en þó á gama grundvelli; gamla búninginn vil eg ekki lengur hafa“.

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.