Nýtt kirkjublað - 01.10.1914, Blaðsíða 8
224
NÝTT KIRKJUBLAÐ
viðfangsefnin. Það ]>arf ekki að varpa niinsta skugga á
meginsetningar og markmið andlega lífsius, heldur þvert á mótn
En prédikunin í kirkjunni er ekki einhlýt; ekki með henni
lokið nema einum þœttinum af kenslustarfinu.
Við viljum snemma vekja kristilega þekkingu og andlegt
líf hjá hinni uppvaxandi kynslóð og felum þetta starf, að
miklu Ieyti, þeim mönnum, sem við höfum valið fyrir prédik-
ara eldra fólksins. Hvernig þessi hlið köllunarinnar er rœkt,
á því veltur svo afarmikið. Eg hefi fengið þess marga votta
að rosknir og reyndir menn hugsa með viðkvæmni og ástúð
til þeirra tínia, er þeir nutu hjá góðum kennara, á æskuárun-
um, í hinum andlegu fræðum, Engin áhrif frá nokkrum
manni hafa verið eins sterk og föst hjá mér eins og þau,
sem komu frá æskufræðaranum. Eg fann hjá honum föður-
alúðina, hina heitu og föstu trú á sigri hins góða og víðsýn-
ið sem ekkert tækifæri lét ónotað, bæði í kenslustundunum
og utan þeirra til þess að eíla löngun mina til þess að skilja
sem flest af þvi sem aðstaða unglingsins gat gefið kost á.
Já, þetta liefir orðið reynsla margra manna og er það má
ske enn. Eg segi „má ske“, því eg get ekki verið viss um
að svo sé. Mér finst, sem sé, að áhuginn á þessari grein
prédikunarstarfsins ekki vera eins ríkur, alment tekið,
eins og áður var, i þeim sveitum ])ar sem eg þekki
best til. Vera má að eg skilji þetta ekki rétt. En
eitt er þó víst og óhrekjanlegt, að kennarar orðsins, margir
hverjir verja minni tima i fræðslustarf æskulýðsins, en fyrir
svo sem 30—50 árum. Leiði svo aftur af því minna andlegt
líf, minni trúarstyrk og heilsusamlegan lífsþrótt, þá er það
skaði fyrir guðsríki, skaði fyrir daglega lífið og mannfélagið.
„Kenn hinum unga þann veg sem hann á að ganga“.
Þetta er gömul og gild selning. Og á engan hátt getum við
betur haft endurbætandi áhrif á kynslóðina, en með því að
leggja fylstu alúð við að rækta hiun nýja stofninn, svo hann
geti orðið að laufgrænu og limaríku tré, er síðar hlúi aftur
að nýjum kvistum í skjóli sínu.
Það er því hraparlegur misskilningur, ef hann á sér stað,
að köllun prédikarans sé nær ]>ví eingöngu fólgin í því, að
koma á tilteknum tíma í afmörkuð spor, og snúa þar máli