Nýtt kirkjublað - 01.01.1915, Blaðsíða 6

Nýtt kirkjublað - 01.01.1915, Blaðsíða 6
2 NÝTT KIEKJTJBLAÐ gagns og sóma, því guð fer ekki að mannvirðingum, hann niðurlægir og upphefur, eftir því sem honum þóknast. Þegar Pontus var órsgamall, varð faðir hans ráðsmaður hjá ríkum bónda, og batnaði þá hagur foreldra hans að mikl- um mun. Heimili Pontusar var að mörgu leyti einkennilegt, for- eldrar hans voru svo ólik að upplagi. Faðir hans var fjarska strangur, drengurinn skalf oft af hræðslu, þegar hann kom nálægt honum, þó hafði hann aðeins einusinni gefið honum löðrung. Móðir hans var aftur á móti mjög tilfinninganæm og blíð- lynd. Pontus elskaði hana alveg takmarkalaust, og hlýddi henni í öllu. En föður sinn Iærði hann ekki að elska, fyr en eftir að hann var orðinn fullorðinn. Pontus erfði lunderni beggja foreldranna, og segir hann sjálfur, að það hafi valdið honum mikilla sálarkvala, að hann varð að samrýma í hjarta sínu tvær gersamlega ólíkar lyndiseinkunnir — strangleikann sem heimtar alt eða ekkert, og tilfinningarsemina og kærleikann, sem fyrirgefur alt og þolir alt. Þegar Pontus var 4 ára, var hann orðinn lesandi, og þegar hann var 7 ára, kunni hann kverið sitt og byrjaði að lesa þýzku, — faðir hans sagði honum dálítið til. Hann var snemma mjög hugsandi, og gekk oft í þungum þönkum. Hann sat oft tímunum saman við dálítinn læk, sem var nálægt bænum og horfði á strauminn. Fólk hló að hon- um og þótti hann vera ærið skrítinn. „En þetta var fyrsta sporið mitt á vegi heimspekinnar“, segir hann, „því við að horfa á strauminn í læknum fékk eg fyrst hugmynd um hið eilífa og óendanlega“. Hann fór oft einförum út í skóg og hélt Iangar ræður yfir trjánum, aðra áheyrendur hafði hann ekki. Á föstudag- inn langa 1847 — þá var hann á 10. árinu — hélt hann ræðu yfir skógartrjánum, sem kvað vera svo ágætlega samin, að vel mætti halda hana í hvaða kirkju sem væri. Það voru dræltir úr þeirri ræðu, sem seinna — þegar hann var orðinn lærður maður — kom honum til að skrifa ágæta bók er hann nefndi „Guð er kærleikur“. Þegar Pontus var 12 ára var hann látinn í skóla í Gauta-

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.