Nýtt kirkjublað - 01.01.1915, Blaðsíða 18

Nýtt kirkjublað - 01.01.1915, Blaðsíða 18
14 NÝTT KIRKJUBLAf) neÍDdir bræðurnir Póturssynir, hinn „háæruverði11, Pótur, og hinn „æruverði11 Jón bróðir hans. Var þar minna orðið, eða lágstigið, beint loísorð. Eins man eg gamansaman sýslumann, sem jók metorðastigann danska niður á við: Amtmaðurinn var „hávelborinn11, sýslumað- urinn var „velborinn", og þá fór ekki nema vel á því, að hrepp- stjórinn væri „allvelborinn11, og heimildin var svo góð hjá hinum gamansama sýslumanni, — úr Söðulkolluvísum Grettis. I lýðháskólablaðinu danska var fyrir nokkru einhver józkur prófastur að amast við titlatogunum, og vildi að niður félli í bréfa- skiftum klerka. Hér bætist það og við, að alt er þetta miður góð íslenzk þýðing eftir metorðastiganum danska, sem fáir kunna hór og hirða um. Og enn mætti á það minna, að oss hefir þótt bezt á því fara, að ávarpa konung vorn á þingmáli með „herra“-ávarp- iuu einu saman. Eg man varla að föður mínum væri betur skemt öðru sinni, en þegar bréf koin frá Pétri biskupi til samfagnaðar þeirri róttar- bót, er hanu hafði sýslað, að islenzkir prófastar væru nú komnir í sama „rang“-flokkinn og danskir. — — Annar ekki alóskildur bréfkafli, lika nýfeuginn, getur botnað: „Þetta er nú lélegur ábætir, og til þess að krydda hann, er bezt að eg segi þér dálitla smásögu: Það var einusinni biskup, sem einn góðan veðurdag um slátt- inn kom til prests í sveit. Þegar prestur fór að segja frá komu* biskups, sagði hann meðal annars: Hann fór upp í heygarð, og benti á heyin hér og hvar og sagði: Þetta er gott handa ánum, þetta er gott handa lömbunum, þetta er gott handa hestunum — — og svo bætir prestur við: „Á þessu hefir hann vit, en hann veit ekkert um það, hvar hann er í rang“. Stríðið og kristniboðið. Það gefur að skilja, að þýzka kristniboðið, sem er mikið um allar álfur hins heiðna heims, er nú illa statt. Ilvorki mönnum nó peningum verður nú komið að heiman til stöðvanna, auk þess sem styrjöldin stórspillir fyrir öllu kristniboði. Mikilsmegandi ensk kristniboðsfélög buðust nú til hjálpar, og að annast þýzku stöðvarnar í bili eftir föngum. Um það eiga svo þýzku kristniboðsfélögin fund í Berlín, og vlsa hjálpinni frá sór með afarþungum ummælum um ódrengskap Breta: Alt bræðralag er búið að vera, öll eining bæuarinnar úti við slíka menn. Höfuðmaður kristniboðsstarfsins í Berlín ílutti í fundarlokin þakkarbæn til guðs fyrir að eiga að konungi og keisara mann sem fylstan ætti róttinn til að öðlast blessun fyrirheitisins:

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.