Nýtt kirkjublað - 01.01.1915, Blaðsíða 10

Nýtt kirkjublað - 01.01.1915, Blaðsíða 10
6 NÝTT KIRKJUBLAÐ það að vera fjölfróður, kunna mörg fræði, en það liggur í því fyrst og fremst að vera maður eða verða maður, sannur maður. Forfeður okkar, landnámsmennirnir og niðjar þeirra voru engir eða fæstir lærdóms eða fræðimenn; en þeir höfðu þó mátt; og máttur þeirra var fólginn í likamlegum þrótti að mestu leyti — en samfara þessum þrótti og líkamlegu hreysli, voru margar fagrar dygðir, eða kannske fremur sagt mann- kostir, drenglund, trygð, ætt- og þjóðrækni, trú á þeirra tíma vísu, og mér liggur við að segja kærleikur. — Eg ætla að- eins að telja eitt dæmi. Það er Þorvaldur viðförli Konráðs- son frá Giljá. Hjá engum manni í sögu okkar kemur kann- ske betur í ljós í fagurri einingu hreysti vikingsins og kær- leiksþel kristinnar trúarhetju, og hafði hann þó víst fram eftir ekki nema einhvern þef af því hvað kristindómur væri. Hann berst, er honum lenti saman við aðra víkinga svo sem hetja, og kunni hvorki að vikja né æðrast — en þegar orustu var lokið og herfangi skift, noiaði hann sinn hluta eiuatt til út- lausnar bandingjum, er hann þekti ekki annað til, og vissi ekki annað um, en að þeir voru í nauðum staddir og hjálpar- þurfa. Hór tekur mátturinn hið veika upp á sina arma, og það af því, að saman við hinn likamlega þrótt er runninn annar móttur, annað afl, sem vér kunnum svo vel að nefna, en því miður oft svo lítið að beita, afl kristilegs kærleika. Líkamlegur máttur, sem engin vægð er hjá, engin drenglund er samfara, er voðaafl — og andlegur máttur, mentun, sem ekki fylgja mannkostir, sem ekki er helguð af krafti kærleika Krists, sem ekki er gegnsýrð af hans háu guðsrikishugsjónum, sú mentun er jafnlíkleg til að verða til böls eins og til bless- unar. — Og þegar eg í upphafi taldi það vel til fallið, að slíta námsskeiðinu með nokkrum góðum orðum, þá voru það orð í þessa átt, sem eg átti við, að vér eyddum hér síðustu augnablikum námsskeiðsins til að festa með oss þá hugsun, að svo þörf og eiguleg sem öll þekking og mentun er, þá verður þó að vera henni samfara drenglund og aðrir mann- kostir, og fyrst og fremst kærleikur, ef vel á að fara. Mér þykir sorglegt að verða að bera það fram í heyr- anda hljóði, er mér þó sýnist, að mannkostir hjá oss og kær- leikur hver til annars hafi alls ekki þróast eða vaxið hjá oss

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.