Nýtt kirkjublað - 01.01.1915, Blaðsíða 16

Nýtt kirkjublað - 01.01.1915, Blaðsíða 16
12 á fót díakonissustoÍDun í Reykjavík með líku fyrirkomulagi og í Finnlandi. Það myndi óefað verða til mikillar blessunar fyrir land og lýð. Þá þyrftu fslenzkar stúlkur ekki að fara til útlanda t.il þess að nema bjúkrunarfræði, því þá gætu þær lært á stoínuninni heima, og ekki myndi þuría að líða á löngu, þangað til að dugleg hjúkr- unarkona væri í hverri sýslu — ef til vill i hverri sveit. Dalhoíf hefir beðið mig að fara heim, til þess að hrinda þessu máli af stað, hann vill senda diakonissu með mér, og sjálfsagt myndi norska díakonissustofnunin senda aðra, ef á þyrfti að halda“. Fyrsta hjúkrunarkonan í sveit kom árið sem leið i söfnuðum síra Þorsteins á Hrafnagili. Eitt má telja víst, að hvar sem sveit hefir komið sér upp hjúkrunarkonu, vill hún ekki framar missa af því starfi. En alment koma eigi hjúkrunarkonur hér álandi, nema skólinn sé í landinu sjálfu. Eröken Ingibjörg telur vandkvæði á að hún sé rétt kjörin til forgöngu, en hver mundi líklegri ? Væri meiri hégóminn að setja tyrir sig hnútukast blaða fyrir fleiri árum, En félagsskapur K. E. D. K. erlendis hefir raargfalt starf fyrir hana. Vill ýmist fá hana austur i heim, eða suður á Þýzkaland. Blaðið leggur drögur fyrir að fá að vita um þetta finska fyr- irkomulag. Enn um prestahugvekjurnar. Leikmaður ritar að norðan: Seint ætla prestahugvekjurnar að koma. Eg hafði gjört mér von um nýtt safn, þar sem finna mætti innan um: eldheitt samtal við guð, innilegar þakkir fyrir liið liðna, og bænir um fyrirgefn- ingu og um styrk í framsókn lifsbaráttunnar, og alt ritað i nú- tíðar anda. Eg hafði búist við að hitta þar ræður, sem ættu við öll tæki- færi, og þá eins t. d. sláttarbyrjun og sláttarlok. Guðsorðabækur eru reyndar nógar til, en þær vekja ekki berg- mál í sálunum, nema sálmabókin og Pálsbók. En i Pálsbók eru ræðurnar altof fáar, og ekki til við þessi sórstöku tækifæri. Eg hefi nokkur undanfarin haust boðið fáeinum utanheimilis þegar slátturinn er úti, til að skemta sér með heimafólkinu. Eg er þá svo þakklátur bæði við guð og menn og innilega glaður, að eg vildi getað lofað guð og þakkað svo, að allir viðstaddir yrðu að taka undir í hjörtum sínum. Við höfum sungið í sálmabók- inni og eg stundum lesið fáein vers í Davíðssálmum; en áhrifin hefðu þó orðið meiri og betri, ef þá hefði verið til stutt ræða sem ætti við tækifærið. NÝTT KrRKJUBLAD

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.