Nýtt kirkjublað - 01.09.1915, Síða 1
NÝTT KIRKJUBLAÐ
HÁLFSMÁNAÐARRIT
FYBIR KRISTINDÓM Oö KRISTILEGA MENNING
1915
Reykjavik, 1. september
17. blað
Jresturinn í söfnuðinum.
Erindi flutt á synodus 1915 af síra Bjarna Jónssyni.
Mig langar lil að tala sem bróðir meðal bræðra, til sam-
eiginlegrar uppbyggingar, um efni, sem er gamalt, en alt
af nýtt.
Langt er síðan birðisstarf var hafið mannssálum og kyn-
slóðum til blessunar. Oft hljótum vér prestar að nema staðar
við þessi orð frelsarans: „Aðrir hafa erfiðað en þér eruð
gengnir inn í vinnu þeirra“. (Jóh. 4, 38). Enginn hefir starf-
að eins og hann, hinn mikli yfirhirðir sálna vorra, því blóði
hans var úthelt til blessunar þeim, er þrá frið við hjarta guðs.
Hann starfaði lállaust, og það varð sjaldan hvíld í hinu al-
varlega 3 ára stríði. — Þeir sem eiga starfsþrá, ættu því fyrst
að líta til hans, því að hann getur vígt menn til hins bless-
unarríkasta starfs.
í guðspjöllunum er oft sagt frá því, að mikill fjöldi fólks
var í fylgd með honurn. Þá talaði hann til þeirra eins og
sá, sem vald hafði, og menn dáðust að hinum náðarríku orð-
um hans. Það er ósk allra presta, að ná til sem flestra, og
það er mikil gleði og uppörfun því samfara, er fjöldi fólks
streymir saman til opinberrar guðsþjónustu, og gott á hver
prestur, sem þegið hefir þá náðargjöf af drotni, að geta stuðlað
að því með orðum sínum, að menn lyfti hjörtum sínum til
himins á heilögum stundum. Slíkt er náðargjöf, En oss
hættir til að halda, að slík náðargjöf sé veitt aðeins fáum
útvöldum, og svo verður slík trú til þess, að vér ekki leggj-
um nógu hart að oss. Vér, hinir smáu og ófullkomnu þjón-
ar, megum ekki fela oss, vér verðum að gera vort ýlrasta,