Nýtt kirkjublað - 01.09.1915, Side 4

Nýtt kirkjublað - 01.09.1915, Side 4
196 NÝTT IvIRKJUBLAÐ og verið þess minnugir, að i 3 ár lét eg eigi af, nótt og dag, með tárum að áminna einn og sérhvern“. (Posts. 20, 31). Svo vænt þótti honum um söfnuð sinn, að hann áminti einn og sérhvern með tárum. Þannig tengjast vináttubönd — og slíkum mönnum gleymist ekki að biðja fyrir öðrum, og þeim er heldur engin meiri velgjörð sýnd, en að fyrir þeim sé beð- ið. Þeir mœta fjöldanum en láta ekki liina einstöku hverfa inn í fjöldann. Þetta á enn í dag að vera hin góða starfs- regla. Þjónar Krists þekkja cura generalis. Það er hin al- menna umhyggja, guðsþjónustan í helgidóminum, prédikun orðsins. Já, gleymum henni ekki. Gleymum ekki tign pré- dikunarstarfsins. Hvílík virðing, hve dýrlegt hlutverk að mega vera kallari hins mikla konungs. Hvíklík örugg gleði að vita: Hér stend eg ekki í mínu nafni, en get sagt: „Drott- inn sendi mig. Hann hefir geíið mér iærisveinstungu, til þess að eg gæti styrkt hina mæddu með orðum mínum“. Þegar vér hugsum um þá tign og þá vegsemd, þá getum vér skilið, að í kirkjunni hefir með sigurgleði verið talað um — gloria, gaudium, robor ministrorum Dei. Þjónar Krists hafa á hendi dýrðarþjónustu, og því þjónsstarfi fylgir gleði og kraftur. — Látum tiltrúna frá drottni fylla oss bæði auðmykt og djörf- ung. Það tvent getur svo mæta vel farið saman. Þeir sem eru auðmjúkir gagnvart Drotni, þeir eru ekki hrœddir við að flytja orð hans til mannanna, jafnvel þó að mennirnir hafi ýmislegt við boðskapinn og boðberann að athuga. Kristnir prédikarar þurfa ekki að vera hræddir, þurfa ekki að fara undan í llæmingi og spyrja uni friðarskilmálana. Gleymum ekki tign hins háleita starfs. En vér erum ekki settir til þess eingöngu að vera pré- dikarar. Presturinn er pastor — hirðir. Við hann segir yfir- hirðirinn: „Gæt þú lamba minna“. Nú komum vér inn á það svæði, sem nefnist cura specialis eða cura animarum, hin sérstaka umhyggja, umhyggjan fyrir hverri einstakri sál. Vér vitum, að oss er slík umhyggja á hendur falin og oss langar til að kynnast tifandi sálum, en þá munúm vér sjá, að prédikunin ein er ekki nema helmingur starfsins og ekki það. Eg las nýlega þessa áminningu til prestanna: Veriðekki

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.