Nýtt kirkjublað - 01.09.1915, Qupperneq 8
200^ NÝTT KIRKJTJBLAÐ
„Ptcfnumunurinn“.
i.
Herra ritstjóri!
I „Nýju Kirkjublaði“ frá 15. júlí þ. á. er grein, sem heit-
ir „Stefnumunurinn". I þeirri grein er minst á félag það,
sem vér undirritaðir höfum verið kjörnir til að stjórna. Þar
er komist svo að orði:
— — „Unga stefnan, er telur sig „elzta“, álitur sumt
varhugavert í því sem börnunum er borið hér í K. F. U. M.,
og betur megi gjöra, og betur þurfi að gæta barnseðlisins en
þar er gjört“.
Vér minnumst ekki annars en að þér, herra biskup, hafið
ávalt, bæði í blaði yðar og annarstaðar mælt með K. F. U.
M. og allri kristilegri starfsemi meðal æskulýðsins. Vér höf-
um fundið til þess með gleði, oð þér hafið ávalt verið meðal
hinna góðu vina þessa starfs.
Það mun vera í fyrsta sinni, að þér i blaði* yðar bendið
á, að varhugaverðir gallar muni vera á þessari starfsemi.
Þessi ummæli hafa vakið allmikla eftirtekt og margar spurn-
ingar, og vér, sem stjórnum félaginu höfum verið spurðir af
ýmsum, við hvað væri átt með þessum orðum i nefndri grein.
Oss fanst, er vér áttum tal um þetta, að vér sýndum
mesta hreinskilni, með því að snúa oss til yðar sjálfs og spyrja
yður við hvað væri átt.
Fúslega skal það játað af oss öllum, að vér erum ónýtir
þjónar, og vér vitum, að mörgu er ábótavant hjá oss, og
hetur má gjöra, og miklu betur þarf að starfa, og bróðurleg-
um bendingum viljum vér því taka með þakklæti.
En þessu viðvíkjandi viljum vér láta þess getið, að
vér hryggjumst af því, að almenningi skyldi fyrst vera bent
á, að ýmislegt væri varhugavert af því, sem börnunum væri
borið hér í K. F. U. M., vér hryggjumst af því, að það skyldi
vera talað um slíkt í opinberu blaði, en ekki komið til félags-
ins sjálfs, og þvi bent fyrst á gallana.
Við stjórn félagsins hefði mátt tala og kvarta í kyrþey,
og vér fullvissum yður um, að þér og vér hefðum getað átt
tal um félagið og starfsaðferðina í fullkomnu bróðerni.
Það skal tekið fram, að það er fjarri því, að vér með