Nýtt kirkjublað - 01.09.1915, Side 12
204
NÝTT KTRK.TUBLAÐ ^ ^
vinna geti eigi orðið þolanleg milli stefnanna, fái þessir 2
menn mestu að ráða.
Brýningin er söm og áður hjá N. Kbl. — til starfa, sér
eða saman, hvort sem betur lœtur.
Og bezt telur blaðið opinskátt og frjálst tal um þetta,
og bréíi þeirra sjömenningnnna því bezt komið fyrir einmitt
hér i blaðinu.
jeimsstríðið og trúmdlin.
Eftir G. Hjaltason.
I.
Heimsstrídið er engin guðsafneitunarástœða.
Stríð hefir mátt heita daglegt brauð á allri mannkynsœf-
inni, og samt hefir mannkynið alt af meira eða minna haldið
fast við trúna á guðdóminn. Skoðað strið og aðrar stórplág-
ur eins og refsingu senda af reiði hans, eða þá reynslu senda
af kærleik hans, eins og „æfiskólans íþrótt harða“, ætlaða til
að efla mannsandann og vekja hjá honum löngun æðra lífs;
og strið virðast oft frelsinu fylgja, en frelsið þykir oft mesta
hnossið. Þetta stríð er nú að vísu stórkostlegasta stríðið sem
sögur fara af, en mannkynið hefir nú aldrei heldur verið
eins margt. Samkeppnin aldrei eins mikil, samgöngurnar
aldrei eins margbreyttar, og hergögnin aldrei eins
mörg og mögnuð eins og einmitt nú, kristindómsleysið í
mesta menningarlandinu komið á mjög hátt stig, (sjá Nietz-
sche og andans bræður hans), svo við öllum skelfmgum mátti
búast. Og svo bætist nú við, að mentunin er víða hjartalaus
gáfnadýrkun, og fagra listin formleikur tómur, sem fegrar oft
það sem verst er.
II.
Hver segir oss annars, að guði þurfi að vera svo ant
um mennina?
Hver segir oss, að vér séum svo dýrmætir í alheimsbú-
inu? Hver kendi oss að krefja og biðja drottin? Hver
kendi oss? að vér værum börnin hans öðrum verum fremur?