Nýtt kirkjublað - 01.09.1915, Side 13

Nýtt kirkjublað - 01.09.1915, Side 13
NÝTT KIRKJUBLAÐ 205 Hver sannfærir oss um að vér séum ekki einhver lang-ve- sælasta skynsemdarskepnan í alheiminum? Ekki get eg séð að eintóm vísindaleg skoðun geri það. Samkvæmt henni erum vér nú að vísu langvitrasta dýrið á jörðinni; en varla er maðurinn dygðugri eða sælli en dýrin, sízt að þvi skapi sem hann er þeim vitrari. I manninum er næsta merkilegt samsvörunarleysi milli vitsins annarsvegar, og sælunnar og dygðanna hins vegar. Hann vex í þekkingunni, en ekki í mannkostunum að því skapi. Tilíinningar hans eru alt af í erjum við skynsemina, og hvatirnar eru það eins við heilbrigðislögmálið; og æðstu hugsjónirnar segja oft bæði hvötunum og heilsureglunum stríð á hendur. Geðveikin sækir mest á gáfuðustu þjóðirnar, virðist hún líka heldur vaxa með menningunni. Ekki er betur ástatt með mannslíkamann en sálina. Heila- blóðföllin t. d. votta það, að heilinn er ekki vel gerður. Dýrs- heilinn er þar að tiltölu sterkari, og alténd margar dýrateg- undir virðast vera færri sjúkdómum undirorpnar en maðurinn. Það er hægt að hugsa sér manninn miklu fullkomnari, hugsa sér miklu meira samræmi í öllu lífi hans. Trúbrögðin, eink- um vor, hafa annars lengi haft veður af þessu ósamræmi mann- eðlisins, þessvegna tala þau um tapaða Paradis og horfið sak- leysi, um endurfæðing og frelsun o. s. frv. Það er alténd hægt að segja en örðugt að sanna, að þetta sé nú ekkert annað en heilaspuni; maðurinn hafi verið ennþá aumari og verri í fyrstunni, honum sé alt af að fara fram. Já framþróun er auðvitað til, en of mikið hefir verið úr henni gert, það sýnir öldin núna. Og álit margra lækna, t. d. Steingrfms í fyririestri hans „Heimur versnandi fer“, bend- ir á, að framþróunin gengur heldur skrykkjótt, bæði í einu sem öðru. Og ekki trúi eg því, að þetta blessað mannkyn sé mesta meistaraverkið skaparans, fyrr en eg get trúað „Njólu“ eða öðrum jafn bjartsýnum kristindómi, og samt tæj)lega, þótt eg gæti það. Annars eru það nú trúarbrögðin ein sem kenna oss, að maðurinn sé meira virði l'yrir guði en dýrin og plönt- urnar, og að guð geti ráðið við alt. Það var Kristur einn

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.