Nýtt kirkjublað - 01.09.1915, Qupperneq 15
NÝTT KIRKJUBLAÐ
20?
og gneistar úr henni geta þotið upp og oiðið að báli, ef ógæti-
lega er sparkað í hana. [Niðurl].
Um skilnað ríkis og kirkju.
Vestur-lslendingur ritar blaðinu:
Það væri auma glapræðið ef íslendingar tækju upp á því að
skilja riki og kirkju. Ekkert anDað en þekkingarleysi á svoköll-
uðum fríkirkjum, sem kemur þeirri flugu inn, að þar blómgist
kristindómslífið betur. Böndin verða þar rammari en nokkur ríkis-
bönd. Prestarnir verða þar ófrjálsir vinnumenn safnaðanna, háðir
dutlungum einstakra manna, sem miklu ráða. Kirkjuþingin miklu
afskiftasamari um hagi safnaðanna heldur en t. d. alþingi. Ein-
stakar stefnur verða rammari, skoðanamunur allur gerir klofninga.
Kostnaður gífurlegur að uppihalda söfnuðum, máske tveim til þrem
á sama staðnum, vegna einhverrar stífni. Prestsþjónusta engin á
öðrum stöðum.
Erfiðleikar neyða menn til að „snöggsjóða“ presta handa sér,
og þeir prédika svo allan hleypidómagróður hálfmentunarinnar,
sem vex upp í þeim sjálfum. Eg er viss um, að ekki aðeins kirkja
og kristindómur hefði stórskaða af skílnaði, heldur lika þjóðin,
skoðað frá algerlega „veraldlegu“ sjónarmiði — peningaskaði, fé-
lagsskaði og menningartjón.
Barlómurinn.
Ritað er vestan um haf:
Hór kemur það ekki í blöðum, þó að eitthvað slettist á bát-
inn með tiðarfar eða annað slíkt. JÞað mundi illa skemma aug-
lýsinguna, rétt eins og kaupmaður laumaði þvi inn i kornauglýs-
ingu, að ormur hefði í því fundist. Það er öðru vísi að sjá blöð-
in að heiman með allan barlóminn. Það er kvöl að takauppblað
vegna þess. Við sem erum að reyna að stríða við að halda fram
gamla landinu okkar, fáum altaf blöðin að heiman á móti okkur:
Á hverju vori kveður við um lambadauða, hverju sumri um
grasleysi, hverju hausti um hey sem hafi orðið úti og hverjum
vetri um jarðbönn og yfirvofandi horfelli. Eg held að þetta só
eitt af stórmeinunum heima, og þarf að komast í fjarlægð til að
sjá það. Menn segja að nafnið „ísland11 spilli fyrir landinu, og
það er máske ekki fjarri sanni. En helmingi meira spillir þessi
óslitni barlóms-jarmur, sera ár og sið gnauðar frá íslandi. Ein-
hver, sem á er hlýtt, ætti að taka ofan i blöðin og þjóðina fyr-
ir þetta.