Nýtt kirkjublað - 01.09.1915, Side 16

Nýtt kirkjublað - 01.09.1915, Side 16
208 Ef ekki þarf annað en að venja sig á silalegt göngulag til að verða silalegur í skapi, og hratt göngulag til að verða ör og framgjarn, þá raá nærri geta, hvaða heilbrigði þjóðin syngur inn i sig með þessum sultarsöng, auk áhrifanna sem það hefir á aðra út í frá sem lesa. Gjaflr til kirkna. Sóknarnefnd Grindavikurkirkju biður þess getið, hve myndar- lega sóknarmenn hafa gefið til hinnar nýju kirkju sinnar, auk vígslugjafarinnar sem getið var i N. Kbl., er Einar Jónsson, kaup- maður i Garðhúsum gaf fé til altaristöflunnar, sem Ásgrímur málaði: Kaupmaður Einar G. Einarsson í Garðhúsum gaf vandað harm- óníum, Dagbjartur Einarsson á Velli gaf messuskrúða. Þá gáfu safnaðarmenn með almennum samskotum tvo Ijósahjálma og sex vegglampa, og nokkrar konur í söfnuðinum gáfu altarisklæði með altarisdúk og tvo altarisstjaka og flösku á altari. Eins biður sóknarnefnd Breiðabólsstaðarkirkju í Vesturhópi þess getið, að Kristófer bóndi Pótursson á Stóruborg hefir gefið kirkjunni vandað harmóníum, sem átt hafði látin kona hans, Steinvör Jakobsdóttir. Litla móðurmálsbókin handa börnum og byrjendum. Eftir Jón Ólafsson. Bókav. Sigf. Eym. Verð 1 króna í skólabandi. Móðurmálsbókin eftir sama höfund, kom út 1911. Mundi hún nú til greiningar vera nefnd hin stóra. Var þeirri bók vel tekið og er töluvert notuð. Engu að síður var þörf á annari minni og léttari fyrir byrj- endur. Er hún nú komin, 8 arkir að stærð, í fremur litlu broti. „Bezta kenslubókin í málinu fyrir byrjendur, sem nú er til,“ segir í formála, og treysti eg að svo muni reynast. N. Kbl., 24 nr. á ári, 2 kr., í Vesturh. 75 cents. Eldri árgangar fáanlegir fyrir hálfvirði, þó ekki 3. árg. nema allir séu keyptir. lljarmi, kristilegt heimilisblað. Kemur út tvisvar i mánnði. Verð 1 kr. 50 au., í Ameríku 75 cents. Ritstjóri Bjnrni Jónsson kennari. Samciningin, mánuðnrrit liins ev.lút. kirkjuf. Isl. í Vesturheimi. Hvert númer 2 urkir. Verð hér á landi kr. 2,00. Fæst lijá knnd. Sigurb. Á. Gislnsyni í Rvk, Ritstjóri: ÞÓRHALLUR BJARNARSON~ NÝTT KIRKJUBLAÐ Félagsprentsmiðjan.

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.