Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1962, Page 13

Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1962, Page 13
Núverandi stjórn Landssambands idnaðarmanna. Talið jrá vinstri: Tómas Vigfússon, gjaldkeri, Vigfús Sigurðsson, varaforseti, Guð- mundur Halldórsson, forseti, Jón E. Ágústsson, ritari og Gunnar Björnsson, vararitari. framleiðni í íslenzku atvinnulífi með þeim hætti, sem nánar verður kveðið á um í reglugerð, sem ráðherra setur, að fengnum tillögum stjórnar stofnunarinnar. Stofnunin skal vera Alþingi og ríkisstjórn til ráðu- neytis í tæknilegum vandamálum, er iðnað varða. Hún skal leitast við að efla samvinnu framleiðenda, stofn- ana og félagasamtaka til framfara í íslenzkum iðnaði og vörudreifingu og hafa náið samstarf við þá aðila um slík mál. Iðnaðarmálastofnun Islands skal annast skipulagn- ingu og stjórn stöðlunarmála, hafa forgöngu um samn- ingu, útbreiðslu og útgáfu íslenzkra staðla og vera forustuaðili á íslandi í öllu, er að stöðlun lýtur. 6. gr. Stofnuninni skal heimilt að taka að sér tiltekin verk- efni til fyrirgreiðslu hagkvæmni í rekstri og aukningar framleiðni, fyrir hvern þann aðila, er til hennar leitar, enda komi fullt gjald fyrir samkvæmt gjaldskrá, er ráð- herra setur, að fengnum tillögum stjórnar stofnunar- innar. Skulu slík mál vera trúnaðarmál milli stofnunarinn- ar og þess, sem unnið er fyrir, og er stofnuninni óheim- ilt að skýra frá þeim, nema með samþykki aðila. Reksturskostnaður Iðnaðarmálastofnunar Islands, umfram reksturstekjur, greiðist úr ríkissjóði, og sé fé veitt til þess í fjárlögum. 8. gr. Ráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd laga þessara. 9- gr- Lög þessi öðlast þegar gildi. Samþykkt á Alþingi 16. febrúar 1962. Núverandi stjórn I.M.S.Í. skipa: Axel Kristjánsson, formaður, Björgvin Frederiksen frá L. I., Benedikt Gröndal frá V.S.I., Björn Bjarnason frá A.S.I., Helgi Bergs frá S.I.S., Magnús Brynjólfsson frá V.I., Óskar Hallgrímsson frá Iðnsv.r. A.S.I. og Sveinn Guðmunds- son frá F.I.I. Framkvæmdastjóri er Sveinn Björnsson, verkfræð- ingur. Eins og sjá má á greinarkorni þessu, þá hefur það tekið fimmtán ár að móta Iðnaðarmálastofnun Is- lands og að fá endanlega viðurkenningu löggjafar- valdsins á þýðingu tæknistofnunar fyrir iðju og iðnað á íslandi. Ársskýrslur stofnunarinnar eru bezta heimild um störf stofnunarinnar og ótvírætt gildi hennar til að efla framfarir í iðnaði hér á landi. Ég mun ekki að þessu sinni rifja upp einstaka þætti starfseminnar, því það yrði of langt mál, en ég vil að lokum bera fram þá ósk, að Iðnaðarmálastofnun Islands beiti sér fyrir því og eigi frumkvæðið að því, að komið verði á fót á Is- landi stofnun hliðstæðri við þær, sem til eru á norður- löndunum hinum og nefnast Teknologisk lastitut. Það væri verðugt viðfangsefni fyrir stjórn stofnunarinnar að beita sér fyrir. Þá mundi hún reisa sér óbrotgjarnan minnisvarða og lyfta íslenzkum iðnaði á hærra menn- ingarstig. Ég vona, að á næstu árum verði verklegt og bók- legt menningarsetur fyrir iðnaðarmenn og iðnverka- fólk risið af grunni, því að ekkert eitt mál getur haft jafnmikla þýðingu fyrir iðnaðinn í landinu og framþróun hans eins og þjálfun huga og handar allra þeirra mörgu, sem um ókomin ár munu keppa að því að geta borið sæmdarheitið góður iðnaðarmaður. Fyrrverandi forsetar handssambands iðnaðarmanna ræðast við. Talið frá vinstri: Helgi H. Eiriksson, forseti Landssambandsins í 20 ár frá 19)2 til ig$2 og Björgvin Frederiksen, forseti Landssam- bandsins í S ár eða frá /952 til /960. TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 5}

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.