Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1962, Page 9
Þrettánda Norrœna íðnþíngið
Dagana 20.-21. ágúst sl. var háð í Stokkhólmi 13.
Norræna iðnþingið. Formaður Iðnsambands Svíþjóðar
og Norræna iðnsambandsins, Stíg Stefansson, setti
þingið með ræðu. Hann gat þess, að í iðnsamböndum
Norðurlandanna fimm væru um 100.000 félagsmenn,
og viðfangsefni þeirra yrðu stöðugt fjölbreyttari, eftir
því sem tímar liðu.
Á eftir ræðu formanns fluttu formenn iðnsambanda
Danmerkur, Finnlands, fslands og Noregs kveðjur frá
fclagssamtökum sínum til þingsins. Guðmundur Hall-
dórsson afhenti við þetta tækifæri Einari Höstmark frá
Noregi heiðursmerki Landssambands iðnaðarmanna
úr gulli, en á síðasta Iðnþingi var samþykkt að sæma
Höstmark merkinu.
Fulitrúar Landssambands iðnaðarmanna á Norræna
iðnþinginu voru Guðmundur Halldórsson og Bragi
Hannesson.
Við þingsetninguna voru viðstaddir nokkrir gcstir,
þar á meðal sendiherrar Norðurlanda í Svíþjóð.
Erindi Bertil Ohlin
Fyrsti fyrirlesturinn, sem haldinn var á þinginu, var
erindi prófessors Bertil Ohlin um „Norðurlönd og
Guðmundur Halldórsson t. b. afbendir Einari Höstmark t. v. heið-
ursmerki idnaðarmanna úr gulli.
Evrópu“. Hann sagði meðal annars, að Efnahags-
bandalag Evrópu hefði ekki eingöngu að markmiði að
mynda stóran markað. Auk frjálsari verzlunar væri um
að ræða frjálsan flutning vinnuafls, fjármagns og at-
vinnurekstrar milli aðildarríkjanna.
Prófessor Ohlin hélt því ennfremur fram, að Norð-
urlönd yrðu áhrifameiri, ef þau yrðu aðilar að Efna-
hagsbandalaginu með einu eða öðru móti, eftir því
hvað hentaði aðstæðum þeirra og utanríkismálastefnu.
Hann ræddi urn, hvort hætta yrði á flutningi vcrka-
fólks frá Ítalíu til Norðurlanda, sem myndi hafa í för
með sér afturkipp í kjörum verkafólks heima. Þessu
svaraði hann eindregið neitandi. Þvert á móti kvað
hann stóran markað gera það auðveldara, að skipu-
leggja atvinnulífið og bæta lífskjörin.
Hann sagði, að vissulega þyrfti að breyta og um-
skapa fyrirtækin, en til þess þyrfti fjármagn. Þess vegna
væri nauðsynlegt að gera sérstakar ráðstafanir til þess
að mæta þessum vanda.
Þá vék prófessor Ohlin að því, hvernig færi fyrir
norrænni samvinnu, ef Danmörk og Noregur gengu í
Efnahagsbandalagið, en hin Norðurlöndin ekki. Hann
kvaðst óttast, að norræn samvinna mundi bíða veru-
lcga hnckki við það vegna þess, að þegar til lengdar
léti hlyti þróun ýmissa mála að verða önnur í löndum
Efnahagsbandalagsins heldur en í öðrum Evrópu-
löndum.
Að lokum sagði ræðumaður, að einangrun hentaði
ckki þjóðfélagsbyggingu Norðurlanda. Með þátttöku í
samstarfi þjóða hafa Norðurlönd mesta möguleika til
að vinna saman.
Skýrslur iðnsambandanna
Á þinginu fluttu framkvæmdastjórar iðnsamband-
anna skýrslur um þróun iðnaðarmálanna frá því síð-
asta þing var haldið, en það var í Osló 1958.
I skýrslu Iðnsambands Danmerkur kemur m. a.
fram, að sambandið hefur stutt umsókn Dana um inn-
göngðu í Efnahagsbandalagið. Þá er þess getið, að
fjöldi nema sé nú meiri en nokkru sinni áður og skipu-
lega sé unnið að því að auka og bæta iðnfræðsluna.
I skýrslu finnska sambandsins er þess getið, að
TlMARlT IÐNAÐARMANNA
137