Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1962, Síða 12

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1962, Síða 12
Emil Jónsson, ráðherra varð sextugur laugardaginn 27. október. Heimsóttu hann þann dag fjöldi stjórna félaga, samtaka og stofn- ana, og sægur einstaklinga, og færðu honum gjafir og kveðjur, eða hylltu hann á annan hátt, enda hefur hann komið víða við, og látið fleiri mál til sín taka en flest- ir aðrir núlifandi menn hér á landi. Emil er fæddur í Hafnarfirði og voru foreldrar hans hjónin Jón Jónsson, múrari og kona hans, Sigurborg Sigurðardóttir frá Mið-Engi á Vatnsleysuströnd. Emil var strax í bernsku afburða námsmaður. Hann varð stúdent á 17. ári, eftir að hafa lesið 5. og 6. bekk utan- skóla á einu ári. Hann las svo byggingaverkfræði við tækniháskólann í Kaupmannahöfn og lauk prófi þaðan árið 1925. Eftir það vann hann eitt ár við verkfræði- störf í Danmörku, en kom heim 1926, og varð bæjar- verkfræðingur og bæjarstjóri í Hafnarfirði þangað til hann varð vita- og hafnamálastjóri árið 1937. Árið 1928 beitti Emil sér fyrir stofnun Iðnaðar- mannafélags í Hafnarfirði og var fyrsti formaður þess, og sama árið fyrir stofnun iðnskóla í Hafnarfirði og var fyrsti skólastjóri hans og allt til 1944. Hann mætti því á fyrsta iðnþinginu, stofnþingi Landssam- bands iðnaðarmanna, sem haldið var 1932, og varð fyrsti varaformaður Landssambands iðnaðarmanna, og var það fyrstu 11 árin. Er mér ljúft að minnast sam- stars okkar, sem byrjaði 1928, frá þeim tímum. Bæði þar og á öðrum sviðum þar sem við höfum unnið sam- an vildi hann jafnan hafa það, sem réttast var, hlut- aðeingandi máli eða aðila til framdráttar og þjóðinni til mests gagns. Hann var óvenjulega glöggur á hvert mál, ráðhollur og tillögugóður. Málin voru undirbúin í stjórn Landssambandsins, á fundum og utan funda, og síðan tók Emil að sér, fyrst og fremst sem sá mað- ur, er hafði verið með í að undirbúa málin, semja lagafrumvörp og lagabreytingar, og svo sem varafor- maður Landssambandsins og baráttumaður iðnaðar- manna, og flytja málin á Alþingi og koma þeim þar fram. Var hann þann tíma allan í fremstu víglínu fyrir iðnaðarmenn og hefur verið baráttumaður fyrir þá æ siðan. Emil var fyrst kosinn á þing árið 1934 og hefur ver- ið það síðan. Ráðherra hefur hann verið í fjórum rik- isstjórnum og forsætisráðherra í einni þeirra. Fyrst varð hann ráðherra 1944 og fór þá meðal annars með iðnaðarmálin. Er hann af öllum talinn einn hinn m:k- ilhæfasti íslenzkra stjórnmálamanna, enda maður vitnr og góðviljaður. Eins og áður er getið, hefur Emil gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir íslenzka rikið, ríkisstjórnina, og Hafnarfjarðarbæ, og verið forystumaður í mörgum félögum og fyrirtækjum, sem of langt yrði upp að telja hér. Hann er glaður og reifur í góðra hóp og þvi óvenju vinsæll, af stjórnmálamanni að vera. Helgi H. Eiríksson. Málfundir Mánudaginn 26. nóv. sl. hófust málfundanámskeið á vcgum Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík í Baðstofu iðnaðarmanna. Fundurinn hófst með því, að formaður undirbúningsnefndar, Leifur Halldórsson, setti nám- skeiðið og bauð fundarmenn velkomna. Fundarstjóri var kosinn Árni Brynjólfsson og fund- arritari Gissur Símonarson. Kosin var stjórn fyrir nám- skeiðið en síðan flutti Bragi Hannesson erindi um fundarsköp. Að lokum voru umræður um sjónvarp, og tóku allir fundarmenn þátt í þeim. 140 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.