Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1962, Side 15

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1962, Side 15
þrýsting viö að þrýsta lífrænum arseniksöltum í gegn- um viðinn. Þessi aðferð er eflaust fljótvirk og góð. Hún er líka góð vörn gegn fúa. Aftur á móti hlýtur hún að vera ákaflega kostnaðarsöm. Ég vil í sambandi við þetta vekja eftirtekt á því, að hér er um sömu föstu efnin að ræða og þau sem í sjónum eru. Þjóðverjar nota hins vegar sjóinn. Þeir láta timbrið liggja í sjávarseltunni og leggja mikla vinnu í það. Vel kann þó að vera, að þeir ráði yfir fullkomnari aðferð- um, þó að mér sé ekki kunnugt um það. Þetta sýnir, að til eru þjóðir, sem ekki láta sér nægja að velja við- inn og þurrka hann. Þær vita, að það er ekki einhlítt, það þarf að gera meira, ef vel á að fara. Þetta er því engin goðsögn um timbrið og sjóinn umhverfis ísland. Engin þjóð ætti að vera því kunnugri en fslendingar, sem hafa fram eftir öldum og fram á vora tíma haft meira og minna með sjórekið timbur að gera, og ættu því að vera því kunnugastir. Þeim hefur orðið sama á og landa þeirra, scm fór til útlanda til að verzla fyrir peningana sína. Þegar hann hitti starfsbróður sinn þar, þá fór sá útlendi að sýna honum varninginn og leggja á ráðin um það, hvað bezt væri fyrir hann að verzla með. Þegar fslendingurinn sá góðu vöruna og hafði til samanburðar aðra og mismunandi verð, þá sagði hann: „Ég þarf að fá mikið fyrir peningana mína.“ Hann vildi heldur hafa mikið og lélegt, en lítið og gott. En hvað sem þessu líður, þá er hér mikið umhugsunarefni fyrir hendi, sem íslendingar verða að rannsaka og leysa, með iðnaðarsamtökin í broddi fylkingar. Það er fátæklegur hugsunarháttur að byggja hús, sem geta staðið hver veit hvað, - í aldaraðir? Nota svo í þau efni eins og timbur, sem getur verið margfalt bctra. Umhleypingaveðráttan, sem við búum við hér á fs- landi, krefst þess af iðnaðarmönnum, að þeir sýni það í verki, að þeir hugsi hlýtt til þeirra, sem veita þeim vinnu og batnandi afkomu hverju sinni. Það er bábilja að blína á það, að gerviefnin eigi cftir að leysa timbrið af hólmi. í fyrsta Iagi verður kostnaðarhliðin timbrinu í hag. í öðru lagi eru gervi- cfnin að ntörgu leyti framleidd með timbrið sem undirstöðuefni. í þriðja lagi er skógrækt spor í rétta átt til stóriðju. Síðast en ekki sízt munu íslenzkir iðn- aðarmenn sjá um það, að allt timbur til meiriháttar vinnu verði vel verkað. Þeir munu auka þekkingu sína, svo að eftir þeim verði tekið og orð þeirra verði heyrð. Því þeim ber að vera kjarninn í íslenzku þjóðlífi. Það hyllir nú undir það að íslenzkir menn fari að stunda viðarhögg í íslenzkum skógum. Milljónir plantna hafa verið gróðursettar víðsvegar um landið, og milljónir á milljónir ofan verða gróðursettar. Vís- indunum fleygir áfram og möguleikunum vex byr undir báða vængi til að veita trjágróðri aukna vaxtar- og viðgangsmöguleika. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að árna Lands- sambandi iðnaðarmanna heilla með þrjátíu ára starf að baki. Við vonum að það megi blómgast og dafna með hverju árinu sem líður. Ég heiti á alla iðnaðar- menn að treysta samtök sín. Það gera þeir ekki hvað sízt með því að styðja góð málefni eins og skógrækt íslendinga. Launin verða fólgin í því að sjá allar skrið- ur og sanda skógi vaxna frá fjöru til fjalls. Og þegar fyrstu trén falla, þá er þeim hollt að vera búnir að eyða öllum misskilningi, þá falla þau undir merkið góð vara. Úðaljjuníul uaða'ibanlzaHS Hluthöíum greiddur arður Aðalfundur Iðnaðarbanka Islands h.f. var haldinn í Þjóðleikhúskjallaranum laugardaginn 2. júní s.l. Fundarstjóri var kjörinn Kristjón Kristjónsson, en fundarritari Guðmundur Halldórsson. Formaður bankaráðs, Kristján Jóh. Kristjánsson, flutti skýrslu um starfsemi bankans síðastliðið starfs- ár og Guðmundur Ólafs, bankastjóri, las upp reikn- inga bankans. Fundurinn samþykkti, að hluthöfum yrði greiddur 7% arður af hlutafé. Samþykkt var ný reglugerð fyrir bankann t stað reglugerðar frá 1952. Auk þess samþykkti aðalfundur- inn breytingar á samþykktum fyrir bankann. Miðuðu breytingarnar að því að setja skýrari ákvæði um samn- ingu ársreikniga bankans og ráðstöfun tekjuafgangs. Formaður bankaráðsins, Kristján Jóh. Kristjánsson baðst undan endurkosningu, en í hans stað var kosinn Svcinn B. Valfells og hefur hann jafnframt verið kos- inn formaður bankaráðsins. Aðrir bankaráðsmenn voru endurkjörnir, en þeir eru: Guðmundur H Guð- ntundsson, Sveinn Guðmundsson, Einar Gíslason og Magnús Astmarsson. Endurskoðendur voru kjörnir: Bragi Hannesson og Þorvarður Alfonsson. Ævisaga Þorsteins á Skipalóni Nokkrar bækur cru ennþá til hjá Landssambandinu af ævisögu Þorsteins smiðs á Skipalóni. Kostar ritverk- ið, sem eru tvær innbundnar tölusettar bækur, krónur 350.00. Þeir, sem hug hafa á því að eignast þetta merka rit- verk, ættu sem fyrst að senda pantanir til skrifstofu Landssambandsins, Lækjargötu 10. TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 143

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.