Fréttablaðið - 16.11.2009, Side 2

Fréttablaðið - 16.11.2009, Side 2
2 16. nóvember 2009 MÁNUDAGUR Hörður, ertu búinn að fá þig fullsaddan af þessum umræð- um? „Já, ég er orðinn mjög uppþemdur.“ Í viðtali við Morgunblaðið í síðustu viku sagði Hörður Magnússon íþróttafrétta- maður að engu líkara væri en Eiður Smári Guðjohnsen væri orðinn saddur á knattspyrnu og við það að hætta. Eiður Smári skaut á móti í Fréttablaðinu að eini maðurinn sem liti út fyrir að vera saddur væri Hörður sjálfur. STJÓRNMÁL Einar Skúlason, skrif- stofustjóri þingflokks Framsókn- arflokksins, hefur tilkynnt um framboð sitt í efsta sætið á lista flokksins fyrir komandi borgarstjórn- arkosningar. Hann fer fram gegn Óskari Bergssyni, sitjandi odd- vita flokksins í borginni og formanni borgarráðs. Einar er 38 ára stjórnmálafræð- ingur og var framkvæmdastjóri Alþjóðahúss áður en hann tók við starfi sínu hjá þingflokki Fram- sóknar. Hann sagði starfi sínu hjá þingflokknum lausu í fyrradag, eftir að hann tók ákvörðun um prófkjörsslaginn. Prófkjörið fer fram í lok mánaðar. - sh Oddvitaslagur hjá Framsókn: Einar fer fram gegn Óskari EINAR SKÚLASON SAMFÉLAGSMÁL Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, útbreidd- asti mannréttindasáttmáli heims, verður 20 ára föstudaginn 20. nóvember. Í tilefni þess hafa ung- mennaráð umboðsmanns barna, Barnaheilla og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNIC- EF) sameinað krafta sína en þau munu halda mikilvægi sáttmál- ans á lofti með fjölbreyttum hætti í afmælisvikunni. Hún hófst í gær og stendur fram á föstudag. Meðlimir ungmennaráðanna hófu afmælisvikuna á því að dreifa upplýsingarbæklingum um Barnasáttmálann til gesta og gangandi í Kringlunni í gær og ræða um sáttmálann við fróð- leiksfúsa, en í Barnasáttmálanum er einmitt kveðið á um að hann skuli kynna með virkum hætti. Í vikunni munu ungmennin síðan koma víða við en ásamt því að vekja almenna athygli á Barna- sáttmálanum munu þau funda með þingmönnum, skrifa grein- ar í Fréttablaðið og afhenda ráða- mönnum sameiginlega ályktun sína um hagsmuni barna og ungl- inga. Enginn mannréttindasamning- ur hefur verið fullgiltur af jafn mörgum ríkjum og Barnasátt- máli Sameinuðu þjóðanna. Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna, fyrir utan tvö, hafa fullgilt samn- inginn. Hérlendis hefur Barnasáttmál- inn stuðlað að ýmsum mikilvæg- um réttindabótum fyrir börn frá því að Ísland fullgilti hann árið 1992. Frumvarp um lögfestingu sátt- málann í heild sinni verður svo lagt fyrir Alþingi í vetur. -ve Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er tuttugu ára: Kynntur með virkum hætti BÖRN Barnasáttmálinn er tuttugu ára um þessar mundir. MYND/ÚR SAFNI Benedikt Davíðsson, fyrr- verandi forseti Alþýðusam- bands Íslands, er látinn, 82 ára að aldri. Hann var forseti ASÍ á árun- um 1992 til 1996 og lét að sér kveða í verkalýðs- baráttunni um árabil. Eitt helsta baráttumál hans var uppbygging lífeyrissjóðakerfisins. Bene- dikt fæddist á Patreksfirði árið 1927. Hann stundaði sjó- mennsku framan af en nam síðar trésmíði. Hann starfaði hjá Trésmíðafélagi Reykjavík- ur í áratugi og var formaður félagsins um þriggja ár skeið. Benedikt var tvíkvæntur, átti sex börn og einn stjúpson. Benedikt Dav- íðsson látinn MENNTUN Menntaráð Reykjavíkur hefur skipað starfshóp um náms- mat í grunnskólum borgarinn- ar. Meðal þess sem hópurinn á að skoða er hvort rétt sé að samræmd próf verði aftur haldin að vori, en ekki hausti eins og nú er. Fyrirkomulagi samræmdra prófa var breytt árið 2008 og þau hald- in að hausti, í upphafi 10. bekkjar. Áður voru prófin að vori, en nú er gefin skólaeinkunn upp úr grunn- skólanum. Kjartan Magnússon, formaður ráðsins, segir það sína skoðun að það hafi verið mistök að færa próf- in að hausti. Breyta hafi þurft fyr- irkomulagi prófanna frá því sem var, en rétt sé að halda þau að vori í lok skólans. „Við í meirihlutanum gagnrýnd- um þetta og fannst samræmdu prófin skipta máli. Jafnvel þó þau væru ekki notuð til að meta inn í framhaldsskólana þá skipti máli að sjá svart á hvítu hvernig nem- endur stæðu.“ Kjartan segist hafa orðið var við mikla gagnrýni í skól- unum, bæði hjá nemendum og kenn- urum. Katrín Jakobsdóttir mennta- málaráðherra segir þetta koma sér á óvart. Málið hafi verið unnið í mikilli sátt í tíð forvera hennar, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Katrín segir að skólastarf hafi mið- ast um of að samræmdu prófunum; þær greinar sem ekki hafi verið prófað í hafi orðið útundan. Kerfið nú sé í takt við það sem Finnar hafi notað með góðum árangri. Nokkur umræða var um það að einkunnir myndu hækka þegar samræmdu prófin væru ekki leng- ur til staðar. Katrín segir að það hafi ekki verið kannað til hlítar, en stikkprufur sýni að einkunnir hafi ekki bólgnað. Áfram verði þó fylgst með þróuninni. Áheyrnarfulltrúi Skólastjórafé- lags Reykjavíkur óskaði eftir því að eiga fulltrúa í starfshópnum, ásamt fulltrúa kennara. Meirihluti Sjálf- stæðis- og Framsóknarflokks vís- aði þeirri tillögu frá, gegn atkvæð- um minnihlutans. Ekki náðist í fulltrúa skólastjórafélagsins við vinnslu fréttarinnar. Kjartan segir að ákveðið hafi verið að hafa starfshópinn aðeins þriggja manna og pólitískt skip- aðan, það væri þá hægt að kalla eftir sjónarmiðum fleiri inn í hóp- inn. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, full- trúi Framsóknarflokks, gegnir for- mennsku í starfshópnum. Menntamálaráðherra fundar á næstu dögum með skólastjórum grunn- og framhaldsskóla. Þar verða skilin á milli skólastiganna rædd sérstaklega. kolbeinn@frettabladid.is Vill samræmd próf upp úr grunnskóla Formaður menntaráðs Reykjavíkur vill samræmd próf að vori á ný og prófa upp úr grunnskóla. Kemur á óvart segir menntamálaráðherra. Starfshópur hef- ur verið skipaður um málið. Fulltrúi skólastjóra vildi sæti í honum en fær ekki. PRÓF Nemendur í Hlíðaskóla í samræmdu prófi. Meirihlutinn í Reykjavík hefur ákveðið að kanna kosti þess að taka upp samræmd próf upp úr grunnskólum að nýju. Menntamálráðherra undrast það, mikil sátt hafi ríkt um breytingarnar sem gerðar voru í tíð forvera hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KJARTAN MAGNÚSSON KATRÍN JAKOBSDÓTTIR Nýr formaður Heimssýnar Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, var kosinn nýr formað- ur Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæð- issinna í Evrópumálum, í gær. Ragnar Arnalds lætur af formennsku eftir sjö ára setu. Heiðrún Lind Marteinsdóttir var kjörin varaformaður félagsins. FÉLAGSSTARF SLYS Nemendum við Menntaskólann í Hamrahlíð var brugðið á fimmtu- dag þegar uppátæki þeirra til fjár- söfnunar fyrir Barna- og unglinga- geðdeild Landspítalans leiddi til þess að ungur sagnfræðikennari, Karl Jóhann Garðarsson, þurfti að leggjast inn á gjörgæsludeild með rofið milta. Nemendafélag skólans stóð fyrir söfnuninni í síðustu viku og var fé heitið á ýmis uppátæki, til dæmis reiptog við rektor. „Og þeir voru þrír sem höfðu mig,“ segir Lárus H. Bjarnason rektor. Þá ákvað Unn- steinn Manuel Stefánsson, söngvari hljómsveitarinnar Retro Stefson, að aflita á sér hárið ef 25 þúsund krón- ur myndu safnast fyrir því, og Gettu betur-kempan Ingi Þór Óskarsson hét því að bjóða spyrlinum Evu Maríu Jónsdóttur á stefnumót ef 12 þúsund krónur myndu safnast. Síðast uppátækjanna var að Karl Jóhann, sem er þrautþjálfaður í bar- dagalistinni taekwondo, klæddi sig í þartilgerða brynju með aflskynj- urum og bauð nemendum síðan að sparka í sig sem mest þeir máttu gegn 500 króna greiðslu. Þeir sem spörkuðu fastast hlytu sigur og ynnu til verðlauna. Í fyrstu benti allt til þess að við- burðurinn hefði heppnast mjög vel. Þegar líða tók á daginn fór Karl hins vegar að kenna sér meins í síðunni og var í kjölfarið fluttur á spítala með innvortis blæðingar úr milta. Fréttablaðið náði tali af Karli á spítalanum í gær. Hann sagði að sér liði ágætlega og væri að braggast en baðst að öðru leyti undan við- tali. „Þetta kom öllum á óvart og okkur þótti þetta mjög leiðinlegt í nemendastjórninni að þessi ann- ars vel heppnaða vika myndi enda svona leiðinlega,“ segir Lárus Jón Björnsson, formaður nemendafé- lagsins. Stjórnin heimsótti Karl á laugardag og segir Lárus að meiðsl hans séu töluvert minni en óttast var í fyrstu. Alls safnaðist tæplega hálf millj- ón króna fyrir BUGL á þessum fjór- um dögum. - sh Nemendur í MH söfnuðu tæplega hálfri milljón fyrir BUGL, en söfnunin var ekki án fórna: Milta sögukennara rofnaði í fjársöfnun AFRAKSTUR ERFIÐISINS Hér sjást Lárus Jón og Kristín Sveinsdóttir afhenda starfsmönnum BUGL ávísun upp á 350 þúsund krónur. Síðan hafa tugir þús- unda bæst við. VIÐSKIPTI Hópur fjárfesta sem hyggst bjóða í sextíu prósenta hlut Kaup- þings í Högum er kominn með nægt fjármagn til að leggja fram tilboð. Þetta sagði einn þeirra, Guð- mundur Frankl- ín Jónsson, við Stöð 2 í gær. Í hópnum eru um hundrað fjársterkir aðilar sem Guðmundur hefur ekki vilj- að nafngreina. Á vefnum thjod- arhagur.is hafa á annað þúsund manns skráð sig sem mögulega þátttakendur í verkefninu. Guð- mundur segist meta virði hlutar- ins á 10 til 15 milljarða. - sh Fjárfestar safna fyrir Högum: Hafa nægt fé til að bjóða í Haga GUÐMUNDUR FRANKLÍN JÓNSSON Bannar myndir af pyntingum Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur bannað mynd- birtingar af misþyrmingum banda- rískra hermanna á erlendum föngum. Hæstiréttur staðfesti ákvörðunina á föstudag. Bannið varðar 40 ljósmyndir sem verið er að skoða við rannsókn á meintum misþyrmingum á föngum erlendis, frá 11. september 2001 til 22. janúar 2009. Talsmaður ráðuneytisins segir birtingu myndanna geta stofnað lífi hermanna í hættu. Mannréttinda- samtök mótmæla ákvörðuninni. BANDARÍKIN SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.