Fréttablaðið - 16.11.2009, Page 4

Fréttablaðið - 16.11.2009, Page 4
4 16. nóvember 2009 MÁNUDAGUR UMHVERFISMÁL Náttúrufræðistofn- un Íslands hefur lokið rannsókn- um á náttúrufari og verndargildi átján háhitasvæða, sem hófust árið 2005. Þetta er í fyrsta skipti að aflað er með skipulegum hætti upplýsinga um náttúrufar háhita- svæða til að meta sérstöðu þeirra í íslenskri náttúru og náttúru- farsleg verðmæti. Í matinu er Torfajökulssvæð- ið talið hafa hæst verndargildi, en mörg önnur svæði hafa hátt verndargildi á heimsvísu. Þeirra á meðal er Reykjanes, Græn dal- ur, Geysir, Torfajökull/Land- mannalaugar, Askja, Leirhnjúkur og Gjástykki og Brennisteins- fjöll. Ljóst er að lítill munur er á verndargildi margra háhita- svæða landsins en þau eru öll fágæt á lands- og heimsvísu að mati Náttúrufræðistofnunar. - shá Háhitasvæði landsins metin: Verndargildi 18 svæða ótvírætt FERÐAÞJÓNUSTA Ferðamálasamtök Íslands mótmæla hugmyndum um hækkun á virðisaukaskatti á gistingu og veitingar, eins og ríkisstjórnir áformar. Samtök- in segja að slíkar hækkanir stórskaði þá ímynd sem skap- ast hefur undanfarið ár meðal erlendra ferðaskipuleggjenda að verðlag á Íslandi sé viðráðanlegt. „Sóknarfærin eru mikil í þess- ari grein og gjaldeyristekjurn- ar skila sér fljótt í kassann, auk þess að styrkja atvinnulíf um allt land. Það er með öllu óásættan- legt að demba á slíkum hækkum eftir að búið er að semja um verð á þjónustu og auglýsa það“, segir í tilkynningu frá stjórn samtak- anna. Komuskatti í Leifsstöð er sömuleiðis mótmælt og hug- myndin sögð afleit. - shá Ferðamálasamtökin álykta: Skattahækkun skaðar ímynd VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 25° 17° 13° 11° 14° 13° 14° 10° 10° 23° 14° 21° 16° 27° 5° 16° 18° 9° Á MORGUN Strekkingur NV og SA- lands MIÐVIKUDAGUR Vaxandi vindur með suðurströndinni 1 -4 -2 -1 -1 1 1 -2 -2 -2 1 0 2 5 3 5 2 2 1 -4 9 10 12 10 8 14 7 15 7 5 9 VÆGT FROST Það frystir víða á landinu í dag eða á morgun en ekki verður þetta langur frostakafl i því seinni hluta vik- unnar má búast við að hláni að nýju. Ingibjörg Karlsdóttir Veður- fréttamaður Bílvelta við Páfastaði Bílvelta varð á Sauðarkróksbraut við Páfastaði í gær. Bíllinn er ónýtur en kona og farþegi sluppu ómeidd. Vegir á svæðinu eru almennt auðir en mikið er um hálkubletti sem fólk keyrir inn í og sér lögreglan á Sauðár- króki ástæðu til að vara fólk við. LÖGREGLUMÁL Auka verður þorskveiði Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar skorar á sjávarútvegs- og landbúnðarráðherra, að auka nú þegar aflamark í þorski um 40 þúsund tonn og ýsu um 10 þúsund tonn, enda séu fyrir því vist- fræðileg rök. „Það er álit sjómanna allt í kring um landið að auknar veið- ar í þessum mæli skaði ekki umrædd- ar tegundir,“ segir í ályktuninni. SJÁVARÚTVEGUR FÉLAGSMÁL Ríkjum sem sótt hafa um aðild að Evrópusambandinu (ESB) kann að standa til boða fjár- hagsstuðningur til að fást við vax- andi atvinnuleysi. Árni Páll Árnason félagsmála- ráðherra segir að Vladimír Spidla, framkvæmdastjóri atvinnu- og félagsmála ESB, hafi boðið fram aðstoð sambandsins á fundi sínum með norrænum vinnumálaráð- herrum og fulltrúum þeirra fyrir helgi. „Hann bauð bæði ráðgjöf til okkar og aðstoð við samhæfingu aðgerða, því við erum náttúrulega að fást við að atvinnuleysi fari hér úr tæpum tveimur prósent- um langleiðina í tíu prósent á einu ári,“ segir Árni Páll. „Eins bauð hann fram aðstoð við uppbygg- ingu á aðferðafræðinni við að taka á vandanum og mögulega væri líka í boði fjárhagsstuðningur við slíka uppbyggingu fyrir umsóknarlönd. Við munum auðvitað kanna það.“ Árni Páll segir að á fundi ráð- herranna í gær hafi verið farið yfir helstu mál. „Fyrirferðarmest var staðan í atvinnuleysi ungs fólks,“ segir hann, en bregðast verði við vaxandi tilhneigingu til þess að ungt fólk verði utanveltu og finni sig hvorki á atvinnumarkaði né í skólakerfinu. Hann segir að fljót- lega verði kynnt frekari úrræði í þessum efnum, en þegar hafi verið tekið upp náið samráð milli ráðu- neytis hans og menntamálaráðu- neytisins. Margt bendi hins vegar til að skólakerfið og vinnumarkað- ur vinni hér ekki nógu vel saman og bendir hann á að hér á landi séu nú þegar um 3.000 ungmenni í þeirri stöðu að hafa verið án vinnu í lengri tíma. Árni Páll boðaði til fundar- ins, en hann gegnir formennsku í Norrænu ráðherranefndinni um atvinnumál. Auk Árna Páls sátu fundinn ráðherrarnir Anni Sinn- emäki frá Finnlandi, Sven Otto Littorin frá Svíþjóð, Johan Dahl frá Færeyjum og Jan-Erik Matts- son frá Álandseyjum. Fulltrúi Danmerkur var Bo Smith, ráðu- neytisstjóri, fulltrúi Noregs var Jan-Erik Støstad, ráðuneytisstjóri og fulltrúi Grænlands var Avva Mathiesen. olikr@frettabladid.is Stuðningur í boði fyrir umsóknarlönd Evrópusambandið býður aðstoð í formi ráðgjafar og aðstoðar við samhæfingu aðgerða til að bregðast við stórauknu atvinnuleysi hér. Félagsmálaráðherra seg- ir fjárhagsstuðning mögulega í boði fyrir umsóknarríki ESB vegna vandans. VINNUMÁLARÁÐHERRAR Árlegur fundur norrænna vinnumálaráðherra var haldinn í Reykjavík í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VERSLUN Áætlað er að um fimm þúsund manns hafi lagt leið sína í Kost, nýja verslun Jóns Geralds Sullenberger, um helgina. Verslunin opnaði á laugardag. Fljótlega varð þó vart við tæknilega örðugleika og fundust sumar vörurnar ekki í tölvukerfinu. Af þeim sökum mynduðust langar biðraðir og gátu við- skiptavinirnir ekki keypt allt sem þeir ætluðu. „Við höfðum ekkert auglýst og grunaði ekki að fjöldinn yrði svona mikill. Fólk sýndi þó ótrúlega þolinmæði og er ég því afskaplega þakklátur enda er það ekki sjálfsagt,“ segir Jón Gerald sem stóð í dyragættinni og tók á móti viðskiptavinunum með handabandi. Honum finnst vinalegt viðmót skipta miklu enda eyði Íslendingar stórum hluta af launun- um sínum í mat. „Við verðum því að hugsa vel um kúnnana okkar.“ Jón Gerald vonast til þess að tæknilegu erf- iðleikarnir séu að mestu að baki en fjölskyld- ur og vinir starfsfólks verslunarinnar komu og hjálpuðu til við að skrá vörur, sem virtust hafa dottið út úr tölvukerfinu, aftur inn. Aðspurður hvort hann hafi farið of hratt af stað segist Jón ekki hafa vitað á hverju hann ætti von og að þetta hafi verið lærdómsrík helgi. „Ég hef aldrei opnað búð áður en vona að þetta verði allt orðið smurt innan skamms.“ Helstu fyrirmyndir Kosts eru erlendar verslunarkeðjur eins og Costco, Aldi og Sam‘s Club en þær eiga það sameiginlegt að bjóða upp á vörur í stórum pakkningum. Í Kosti, sem er við Dalveg í Kópavogi, verð- ur þó einnig boðið upp á hefðbundnar stærðir og innlendar framleiðsluvörur. -ve Nóg að gera í nýrri lágvöruverðsverslun Jóns Geralds Sullenberger að Dalvegi 10 : Fimm þúsund lögðu leið sína í Kost YS OG ÞYS Gríðarlegur fjöldi lagði leið sína í verslun Jóns Geralds Sullenberg um helgina. Eigandinn er afar þakklátur fyrir móttökunum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR BURMA Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hvatti í gær til þess að Aung San Suu Kyi, leið- toga stjórnarandstöðunnar í Burma, yrði sleppt úr haldi. Hún hefur setið í stofufangelsi í fjórtán ár af síðustu tut- tugu. Obama hitti Thein Sein, forsetisráð- herra herfor- ingjastjórn- arinnar sem verið hefur við völd í Burma síðastliðin 47 ár, á fundi Efnahagsamtaka Asíu- og Kyrrahafsríkja í Singapúr í gær. Talsmaður Hvíta hússins sagði að Obama hefði komið skilaboðunum beint til forsætis- ráðherrans. Suu Kyi hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1991. - kg Obama hitti Thein Sein: Vill að Suu-Kyi verði sleppt AUNG SAN SUU KYI GENGIÐ 13.11.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 239,4267 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 124,73 125,33 208,06 209,08 185,48 186,52 24,925 25,071 22,155 22,285 18,119 18,225 1,388 1,3962 199,13 200,31 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.