Fréttablaðið - 16.11.2009, Síða 6

Fréttablaðið - 16.11.2009, Síða 6
6 16. nóvember 2009 MÁNUDAGUR Bílaapótek Hæðarsmára Mjódd • Álftamýri MÁLAVEXTIR EFTIR KATE ATKINSON Á heitu sumri í Cambridge rekur á fjörur Jacksons Brodie misgömul og að því er virðist óskyld mál, en alls staðar koma týndar stúlkur við sögu. Þýðandi: Elísa Björg Þorsteinsdóttir „Málavextir er dýpri oglíflegri en venjulegar spennusögur og meira spennandi en hefðbundnar skáldsögur.“ – New York Times –fegurðin býr í bókum Barónsstíg 27 | 511 0910 | crymogea@crymogea.is | www.crymogea.is Nú fer fáanlegum eintökum fækkandi af þessum glæsilega grip. Tryggðu þér eintak í tíma. Ætlar þú að taka þátt í greiðslu- verkfalli Hagsmunasamtaka heimilanna? JÁ 23,9% NEI 76,1% SPURNING DAGSINS Í DAG: Veiddir þú lax í sumar? Segðu skoðun þína á visir.is LÖGREGLUMÁL Vinnuslys varð í Bolungarvík laust eftir klukk- an sex á laugardag þegar maður sem vinnur á Steypustöð BM- Vallár, sem fóðrar steypu í Bol- ungarvíkurgöngin, var að brjóta steypu úr steypuvél. Vélin fór einhverra hluta vegna í gang og er maðurinn ökklabrot- inn á báðum fótum. Maðurinn var fluttur til aðhlynningar á sjúkrahúsið á Ísa- firði en þaðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Maðurinn var einn við störf og er málið til rannsóknar hjá Vinnueftirlitinu og lögreglunni á Vestfjörðum. -ve Vinnuslys í Bolungarvík Ökklabrotnaði í steypuvél UMHVERFISMÁL Líffræðingarnir Menja von Schmalensee og Róbert A. Stefánsson hjá Náttúrustofu Vesturlands hafa sett fram hug- mynd um umhverfisvottað Ísland. Telja þau hugmyndina raunhæfa leið til að byggja upp ímynd lands- ins og styrkja á sama tíma ferða- þjónustu, útflutn- ingsgreinar og sjálfbæra þróun. Svandísi Svavarsdóttir umhverfisráð- herra lýst vel á hugmyndina. Menja útskýr- ir að hugmyndin hafi sprottið frá því þegar unnið var að umhverfisvottun Snæfells- ness, sem svæðið hlaut árið 2008. „Eftir Umhverfisþing umhverfis- ráðuneytisins á dögunum fannst okkur rétti tíminn til að reyna að ýta hugmyndinni úr vör. Þar voru skilaboð fyrirlesara og þinggesta mjög skýr á þann veg að Íslend- ingar ættu að reyna að finna nýjar og sjálfbærar leiðir til að byggja upp landið að nýju í kjölfar banka- hrunsins.“ Hugmyndin snýst um að landið allt yrði umhverfisvottað á fjórum árum með því að votta starfsemi allra sveitarfélaga landsins. Menja s e g i r h u g - myndina raun- hæfa enda hafi þessi leið verið farin á Snæ- fellsnesi með góðum árangri. „Ísland yrði fyrsta umhverfisvottaða landið í heimin- um, sem markaði því sérstöðu sem á sér engin fordæmi. Vottun Íslands fæli í sér gríðarleg tækifæri við uppbyggingu ímyndar landsins og myndi nýtast við atvinnuþró- un á margvíslegan hátt. Sérstak- lega gildir það fyrir ferðaþjónustu og ýmsar framleiðslugreinar sem mjög er horft til“, segir Menja. Svandís Svavarsdóttir umhverf- isráðherra segir hugmyndina rót- tæka en hún sé engu að síður raun- hæf. „Þessi hugmynd er mjög vel rökstudd og byggir á Green Globe- vottun á Snæfellsnesi. Hugmyndin er framkvæmanleg, að mínu mati. Ég er sammála þeim um hvaða ávinning þetta hefði fyrir Ísland h v a ð v a r ð - ar efnahag og umhverfi. Mér finnst sjálfsagt, hjá ábyrgum stjórnvöldum í leit að lausnum, að líta á þetta sem kost í stöð- unni.“ M e nj a o g Róbert láta ekki nægja að kasta fram hugmyndinni heldur hafa þau gert kostnaðar- áætlun fyrir verkefnið. Þau telja að beinn kostnaður yrði um átta- tíu milljónir króna á ári sem þau leggja til að ríkið greiði. Óbeinn kostnaður, eins og vinna sveitar- stjórnarfólks, yrði sveitarfélag- anna að greiða. svavar@frettabladid.is Vilja að Ísland allt fái umhverfisvottun Þeirri hugmynd er varpað fram að umhverfisvotta Ísland. Slík vottun ætti sér enga hliðstæðu í heiminum og myndi nýtast við uppbyggingu ímyndar landsins og við atvinnuþróun. „Róttæk en raunhæf hugmynd,“ segir umhverfisráðherra. MENJA VON SHAMALENSEE RÓBERT A. STEFÁNSSON MÝVATN Engum dylst að íslensk náttúra er einstök. Umhverfisvottun landsins gæfi mikil tækifæri til kynningar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR VINNUMARKAÐUR Atvinnuleysi hér á landi hefur aukist nokkuð milli mánaða. Skráð atvinnuleysi í okt- óber var 7,6 prósent sem jafngildir því að 12.682 manns hafi að meðal- tali verið án atvinnu í mánuðinum, 537 fleiri en í mánuðinum á undan. Horfur eru á að ástandið eigi eftir að versna enn um sinn og að atvinnu- leysi nái hámarki upp úr áramótum, að mati Vinnumálastofnunar. Alls voru 14.369 manns atvinnu- lausir í lok október, þar af 11.511 sem voru atvinnulausir að fullu, 2.514 sem voru í hlutastarfi og 344 sem ekki óskuðu eftir fullu starfi. Fyrst eftir bankahrunið í fyrra var atvinnuleysi mun meira meðal karla en kvenna en verulega hefur nú dregið úr þeim mun. Þá hefur atvinnuleysi á þessu ári verið tals- vert meira á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni, mest hefur það þó verið á Suðurnesjum. Atvinnuleysi er langmest í hópi þeirra sem aðeins hafa grunn- skólamenntun, rúmlega helmingur atvinnulausra karla og kvenna eru í þessum hópi. Tæplega helmingur atvinnulausra er yngri en 35 ára, eða 48 prósent og um fimmtungur er undir 25 ára aldri. Alls voru 1.764 erlendir ríkisborg- arar án atvinnu í lok október, lang- flestir voru starfandi í byggingar- iðnaði eða 647. - shá Skráð atvinnuleysi október 2008 - október 2009 1, 9 3, 3 4, 8 6, 6 8, 2 8 ,9 9, 1 8, 7 8, 1 8 7, 7 7, 2 7, 6 10 8 6 4 2 0 ok t nó v de s ja n fe b m ar ap r m aí jú n jú l ág ú se p ok t % Vinnumálastofnun telur að atvinnuleysi nái hámarki um áramótin: Atvinnuleysi eykst að nýju ALÞJÓÐAMÁL Barack Obama og Dimitrí Medvedev, forset- ar Bandaríkjanna og Rússlands, sögðu í gær að tíminn væri við það renna út fyrir Íransstjórn að bregðast við sáttatillögu Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar í kjarnorkudeilunni. Obama og Medvedev hittust á fundi Efna- hagssamtaka Asíu- og Kyrrahafs- ríkja í Singapúr. Alþjóðasamfélagið hefur reynt að sannfæra írönsk stjórnvöld um að hætta að auðga úran og senda það í staðinn út úr landinu, til Rússlands og Frakklands, til auðgunar. Það lofar Írönum aukn- um viðskiptum og bættum pólit- ískum samskiptum verði þeir við kröfunni. Obama sagði í gær að þolinmæð- in væri senn á þrotum gagnvart Írönum, sem hafi dregið lappirn- ar í málinu. Medvedev tók í sama streng og sagði að mögulega þyrfti að beita annars konar aðferðum til að leysa deiluna, en útskýrði mál sitt þó ekki frekar. Stjórnvöld í Íran segjast ekki munu svara tillögu Alþjóða kjarn- orkumálastofnunarinnar fyrr en full vissa sé fyrir því að viðsemj- endur þeirra séu einlægir í loforð- um sínum. Þau segja landið ein- ungis ætla að nýta sér kjarnorku í friðsamlegum tilgangi. Vestur- veldin óttast að Íranir ætli sér að smíða kjarnavopn. - kg Forsetar Bandaríkjanna og Rússlands funduðu um kjarnorkumál Íran í gær: Þolinmæðin senn á þrotum FORSETAR Obama og Medvedev fund- uðu í Singapúr í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.