Fréttablaðið - 16.11.2009, Side 30

Fréttablaðið - 16.11.2009, Side 30
 16. NÓVEMBER 2009 MÁNUDAGUR4 ● fréttablaðið ● híbýli og viðhald Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- LÍF, var í síðustu viku notuð til að koma byggingarefni út í Út- skálasíki í Garði. Frá þessu er sagt á vefsíðu Víkurfrétta www. vf.is. Hólminn í síkinu hefur sokk- ið í áranna rás en fuglar hafa oft hreiðrað um sig í honum. Nú var orðið lítið um það þar sem aðeins fáir steinar stóðu upp úr miðju síkinu. Vilhelm Guðmundsson í Garði hefur haldið hólmanum við í ára- tugi. Áður var auðveldara að halda honum við því síkið botn- fraus á veturna og þá var hægt að fara út á það mitt með vöru- bílshlass af byggingarefni. Þar sem vatnið í síkinu er orðið mjög salt leggur það ekki lengur. Því varð að leita til Landhelgis- gæslunnar um að flytja grjót í hólmann. Verkefnið í síðustu viku tók um klukkustund, grjót var flutt í fiskikörum sem héngu neðan úr þyrlunni og tókst aðgerðin með ágætum. Stefnt er að því að móta hólmann enn frekar næsta sumar en þá verð- ur sett á hann torf. Þyrla flytur byggingarefni Áhrif alþjóðlegu fjármálakreppunnar á hús- næðismarkaði á Norðurlöndum verða rædd á norrænni ráðstefnu á Hótel Nordica 26. nóv- ember. Á ráðstefnunni, sem er öllum opin, verð- ur einnig leitað svara við spurningum á borð við: Hverjar eru afleiðingarnar fyrir velferð- arkerfin? Hvað þýðir þessi óheillaþróun fyrir afkomu heimilanna? Hver verður stefnumótun landanna í húsnæðismálum í kjölfar breyttra forsendna? Eins og kunnugt er hefur byggingariðnaður og húsnæðismarkaður á Norðurlöndum verið í frjálsu falli á síðustu mánuðum sem aftur hefur leitt til vaxandi atvinnuleysis og verð- hruns á húsnæði. Á ráðstefnunni verður sjón- um beint að afleiðingum þessa fyrir samfélag- ið, húsnæðismarkaðinn og heimilin. Gwilym Pryce, prófessor við háskólann í Glasgow, mun flytja erindi um stöðu húsnæðis- mála í Evrópu í dag og sérfræðingar frá öllum norrænu ríkjunum munu fjalla um brýnustu viðfangsefnin og tækifæri í stöðunni. Félags- og tryggingamálaráðuneytið skipu- leggur ráðstefnuna í samstarfi við Íbúðalána- sjóð og Samband íslenskra sveitarfélaga. Nán- ari upplýsingar má nálgast á vefsíðunni fel. stjr.is/bolig. Kreppan og húsnæðismálin Ráðstefna um áhrif fjármálakreppunnar á húsnæðis- markaðinn og heimilin verður haldin á Hótel Nordica 26. nóvember.Endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur stendur fyrir dyrum. Í tengslum við það hafa verið hald- in opin hús í hinum ýmsu hverfum borgarinnar þar sem íbúar hafa fengið að koma með hugmyndir og væntingar gagnvart framtíðar- skipulagi umhverfis síns. Kjalnesingar lögðu sérstaka áherslu á tvöföldun Vesturlands- vegar, veglýsingu inn að Kollafirði og göngu- og reiðstíga. Íbúar Hlíðarhverfis vildu Miklu- braut í stokk, aukið umferðarör- yggi, bætt tengsl hverfisins við Öskjuhlíð, göngubrú yfir Kringlu- mýrarbraut við Suðurver og meira aðlaðandi Miklatún. Á fundi íbúa Háaleitis- og Bú- staðahverfis kom í ljós að greiðari samgöngur innan hverfis fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur þóttu aðkallandi. Einnig að setja Bústaða- og Réttarholtsveg í stokk og göng og sundlaug við Seljaveg. Öryggi hjólandi og gangandi barna var íbúum Árbæjar ofarlega í huga og breytt afmörkun hverfis- ins þannig að Rauðavatn teljist til Árbæjar. Fleiri fundir hafa verið haldnir og verða haldnir á næstunni. Reykjavík í brennidepli Reykjavíkurbúar hafa fundað um hverfi sín. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 100% náttúrulegt Náttúruleg leið til þyngdarstjórnunar Sandra Fannarsdóttir 45 ára, fjárfesti í fyrsta Metasys pakkanum fyrir 4 árum. Hún heyrði frá góðri vinkonu að Metasys væri mjög orku- gefandi og var það einmitt það sem Söndru vantaði og það heldur betur. Á þessum tíma þjáðist hún af vefjagigt, háþrýstingi og ýmsum kvillum og tók inn ótalmörg lyf, hafði gert árum saman og var ekki tilbúin að gefast upp. Ekki aldeilis. „ Ég var orðin algjörlega orkulaus og við það að bugast sem í huganum var eiginlega ekki í boði, móðir í ábyrgðarstöðu og í fullu kennaranámi. Vinkona mín sagði einnig að Metasys væri frábært fitubrennsluefni og fussaði ég bara við því, þar sem ég taldi mig vera búin að prófa allt undir sólinni í þeim efnum. Á þessum tímapunkti var ég 40 kílóum of þung og má segja að það sé orsök og afleiðing af þeim kvillum sem ég hafði verið að kljást við. Ég var fyrst og fremst á höttunum eftir ORKU, og auka- kílóin voru aukaatriði! Eftir að ég byrjaði að taka inn Metasys fann ég nánast strax fyrir frábærri orkubreytingu og var þá yfir mig ánægð með áhrifin af Metasys. Eftir rúman mánuð uppgötvaði ég að ég var nánast verkjalaus og hreinlega bara leið rosalega vel. Ég er geðgóð að eðlisfari og viðurkenni að þegar mér leið sem verst var ég ekki eins glöð og ánægð með lífið eins og mér er eiginlegt. Svo fóru kílóin að fjúka sem var frábær bónus. Á þessum 4 árum hef ég prófað að hætta á Metasys og lengst í tvo mánuði og satt að segja ætla ég ekki að gera það aftur. Verkir og slen komu aftur og gamlir kvillar fóru að gera vart við sig. Metasys eitt heldur mér heilbrigðri og þarf ég engin lyf lengur. Á þessum 4 árum sem ég hef tekið inn Metasys hefur þyngdin rokkað og náði mest af mér á tímabil 19 kg. en ég vildi ná meiri árangri. Hóf samstarf við frábæran einkaþjálfara, Nonna Hjaltalín, sem hefur hjálpað mér að ná settum markmiðum og átta mig á því að ábyrgðin er í mínum höndum og ekkert gerist nema að tekið sé á vandamálinu. Metasys er frábær hjálp en hreyf- ing og hollt mataræði verður að fylgja með enda kemur það fram í leiðbeiningunum sem fylgja Metasys. Ég mun aldrei þreytast að mæla með Metasys ég er í langtum betra formi og léttari en þegar ég var tvítug“ Segir Sandra að lokum kát í bragði. Metasys er þróað og rannsakað sem þriggja mánaða áætlun og þeir sem þurfa léttast ná bestum árangri sem skrá matardagbók, auka hreyfingu og hyggja að mataræði! Metasys hefur verið fáanlegt á Íslandi í 5 ár og er eitt vinsælasta fæðubótaefnið til að grennast ásamt því að vera mjög orku- gefandi og heilsubætandi en hægt er að nálgast fjölmargar góðar reynslusögur á www.metasys.is Fékk heilsuna aftur með Metasys Sandra Fannarsdóttir 20% afsláttur á meðan birgðir endast! -bónusinn var að missa 29 kg. Metasys er ekki “kraftaverkapilla” árangur þyngdarlosunar stjórnast af þrem megin þáttum. 1. Taka inn METASYS reglulega og minnst þrjá mánuði 2. Viðhafa skynsamlegt mataræði, borða reglulega, forðast sykur, áfengi og óvönduð kolvetni 3. Stunda hæf ilega hreyf ingu minnst 3x í viku, minnst 30 mínútur í senn. METASYS er fáanlegt í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum flestra stórmarkaða pr en tu n. is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.