Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.11.2009, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 18.11.2009, Qupperneq 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI MIÐVIKUDAGUR 18. nóvember 2009 — 273. tölublað — 9. árgangur VEÐRIÐ Í DAG Líf á Café Loka Boðið var upp á rúg- brauðslist og handstúku- hönnun á Lokastíg í gær. ATHAFNAVIKA 12 Athafnavika BORGAR GUÐJÓNSSON Upplifði ekta ítalska stemningu og gestrisni • á ferðinni • jólin koma Í MIÐJU BLAÐSINS Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 HAMINGJU-HÁDEGI eru haldin í Guðríðarkirkju í Grafarholti alla miðvikudaga klukkan 12.10. Í dag halda Óperu-ídívurnar Davíð og Stefán tónleika með söng og glens. Í næstu viku er stílað inn á hláturjóga og félags- vist og 2. desember verður karlakórinn Voces Mascul- um með tónleika ásamt landsþekktum einsöngvurum. „Það er ótrúleg upplifun að búa hjá alvöru ítalskri fjölskyldu,“ segir Borgar Guðjónsson, starfsmað- ur hjá Emmessís. Borgar dvaldi í Ventimiglia, 20.000 manna þorpi á Ítalíu, skammt frá frönsku landa- mærunum, í tvær vikur fyrir ára- tug. Ferðalagið kom þannig til að þáverandi samstarfsmaður Borg- ars hjá Sól-Víking, hinn ítalski Pino Salvatore, bauð Borgari að búa hjá sér og fjölskyldu sinni í þorpinu. „Gestrisnin var ótrú- leg,“ segir Borgar. „Þau voru þrjú í heimili og ég gestur, en öll kvöld var eldað margréttað eins og fyritólf mann Þ karlarnir horfðu á mig og hugsuðu væntanlega með sér hverslags kerling ég væri eiginlega.“Dögunum eyddi Borgar í ról- egheitum í þorpinu. Hann fór á ströndina, synti í sjónum og sótti marga útimarkaði. Einn slíkur í þorpinu er þekktur sem einn sá elsti sinnar tegundar í Evrópu. Nálægðin við landamærin gerði það líka að verkum að hægur leik- ur var að skjótast yfir til Mónakó með lest. „Þetta þorp var algjör draum- ur,“ segir Borgar. „Það er staðsett í fjallshlíð og mér f í þorpinu sem minnti á að ártalið var 1999. „Einu skiptin sem mér var kippt inn í nútímann var þegar ég gekk framhjá þorps-pöbbunum og allir voru að horfa á Formúlu 1 í sjónvarpinu og hvetja ökuþórinn Mika Häkkinen til dáða. Ítalirnir dýrkuðu hann.“Borgar er 1,73 metrar á hæð, nokkuð undir meðalhæð íslenskra karlmanna, og segist aldrei hafa verið viðkvæmur fyrir smæð sinni. „Þarna í þorpinu leið mér iðulega eins og vinalega isem l b Í paradís fyrir lágvaxna Borgar Guðjónsson upplifði ekta ítalska stemningu þegar hann bjó hjá heimafólki í þorpinu Ventimiglia í tvær vikur. Finnskur ökuþór var það eina sem kippti honum reglulega inn í nútímann. „Þarna í þorpinu leið mér iðulega eins og vinalega risanum sem labbar um, veifar, klappar öllum á kollinn og brosir,“ segir Borgar sem dvaldi hjá ítalskri fjölskyldu í litlu þorpi við landamæri Frakklands. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Lín Design, gamla sjónvarpshúsið Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is STEFÁN KARL STEFÁNSSON Fær góða dóma í Hollywood Reporter Leikur Trölla í söngleik byggðum á bók Dr. Seuss FÓLK 30 Semur fyrir Múmínálfa Björk Guðmundsdóttir hefur samið lag fyrir teiknimynd um Múmínálfana. FÓLK 24 Málþing og móttaka Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga býður félagsmönn- um til móttöku í tilefni af níutíu ára afmæli sínu. TÍMAMÓT 20 HÁTÍÐARRIT FRÍKIRKJAN 110 ÁRA Vettvangur trúarleitar, tilbeiðslu og tjáningar Sérblað Fríkirkjunnar FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG FÓLK „Við hlökkum mikið til að heyra þetta,“ segir söngkonan Erna Þórarinsdóttir. Dóttir hennar, leikkonan Anita Briem, syng- ur lagið C´est si bon á vænt- anlegri safn- plötu sem verður gefin út til styrktar Preservation Hall-tónlistar- húsinu í New Orleans. Anita og Erna eru í sérlega góðum hópi á plötunni því á meðal þeirra sem eiga þar lög eru Tom Waits, Bobby McFerrin og Paolo Nutini. Platan er væntanleg 16. febrúar á næsta ári. Auglýsingar vegna hennar eru þegar farnar að birtast erlendis og var Anita sett í forgrunn í þeirri fyrstu. - fb / sjá síðu 30 Anita Briem syngur á plötu: Mamma með í bakröddunum ANÍTA BRIEM HVESSIR SÍÐDEGIS Í dag verða austan 3-8 m/s. Vaxandi austanátt síðdegis og í kvöld verða 8-18 m/s sunnanlands. Víða bjart með köfl- um, en þykknar upp í kvöld suð- austantil. Skýjað og þurrt NA-til. VEÐUR 4 1 -1 -1 2 4 VIÐSKIPTI Breska fjármálaeftir- litið hótaði að stöðva starfsemi Landsbankans í Bretlandi í ágúst á síðasta ári ef ekki yrði farið að kröfum þess um færslu Icesave- reikninga bankans í breskt dótt- urfélag. Í tilraunum til að koma rekstr- inum fyrir vind fóru stjórnendur bankans þess á leit við Seðlabanka Íslands að hann lánaði bankanum 2,5 milljarða punda sem svaraði þá til tæplega 390 milljarða króna og var næstum þriðjungur þjóðar- framleiðslu Íslands. Þetta kemur fram í nýrri bók Styrmis Gunnarssonar, fyrrver- andi ritstjóra, Umsátrið – fall Íslands og endurreisn. Björgvin G. Sigurðsson, fyrrver- andi viðskiptaráðherra, staðfestir frásögn Styrmis. Hann hafi rætt málið við fjármálaráðherra Bret- lands í Lundúnum í byrjun sept- ember og þá hafi horfur á lausn verið góðar. Þrot Lehman Broth- ers-bankans hafi hins vegar sett ferlið í uppnám og síðar leitt til falls Landsbankans. - bþs / sjá síðu 4 Rekstur Landsbankans var kominn í uppnám um miðjan ágúst 2008: Bretar hótuðu að loka í ágúst RN Löwen rústaði Lemgo Rhein-Neckar Lö- wen vann sextán marka stórsigur gegn Lem- go í Íslendingaslag í Þýskalandi í gær. ÍÞRÓTTIR 26 FAGNA SIGRI Á SKREKK Laugalækjarskóli fór með sigur af hólmi á Skrekk, hæfileikakeppni Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur (ÍTR) fyrir grunnskólana. Lið átta skóla öttu kappi á úrslitakvöldi keppninnar sem fram fór í gær. Allir grunnskólar í borginni sem eru með unglingastig máttu taka þátt og senda eitt atriði hver. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN RANNSÓKN Sérstakur saksóknari hefur krafist kyrrsetningar á eign- um Baldurs Guðlaugssonar, fyrr- verandi ráðu- neytisstjóra í fjármálaráðu- neytinu. Samkvæmt heimildum Fréttastofu Stöðvar 2, sem skýrði frá þessu í gær, er um að ræða kyrrsetningu á sömu fjárhæð og hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir skömmu fyrir hrunið í fyrra. Kyrrsetningarinnar var krafist í tengslum við rannsókn á þessum viðskiptum Baldurs, sem grun- ur leikur á að hafi verið brot á lögum um innherjaviðskipti. Þegar Fréttablaðið reyndi að ná tali af Baldri í gærkvöld fengust þau svör að hann væri ekki til viðtals. - gb Sérstakur saksóknari: Eignir Baldurs kyrrsettar BALDUR GUÐLAUGSSON FJÁRMÁL „Mér finnst þetta vera veruleikafirrtir siðleysingjar að láta sér koma til hugar að tefla fram kröfum af þessu tagi,“ segir Ögmundur Jónasson, alþingismað- ur Vinstri grænna, um fjárkröfur háttsettra fyrrum starfsmanna Landsbanka Íslands. Fimmtán starfsmenn Lands- bankans krefjast samtals 2,6 milljarða króna af þrotabúi bank- ans. Hæsta krafan er 490 milljón- ir. Fimm fyrrverandi starfsmenn vilja yfir 200 milljónir í sinn hlut. Slitastjórn bankans hefur ekki tekið afstöðu til þessara krafna. „Þetta eru óskaplega háar tölur sem þarna er um að ræða og þær undirstrika þær öfgar sem voru í gangi,“ segir Illugi Gunnars- son, sem kveðst vilja skoða málið betur áður en hann tjáir sig nánar um það. Friðbert Traustason, formaður Samtaka starfsmanna fjármála- fyrirtækja, segir erfitt að sakast við þá sem sæki rétt sinn sam- kvæmt samningum. „Ég hef alltaf sagt að það ætti frekar að sakast við þá sem gerðu þessa samninga við þessa menn,“ segir Friðbert. Ögmundur segir ótrúlegt að sjá slíkar kröfur á meðan þjóðin sé á hliðinni. „Verið er að skerða bætur almannatrygginga, það hefur verið til umræðu að skerða atvinnuleys- isbætur. Við erum að skera niður í heilbrigðismálum og á sama tíma eru menn að tefla fram kröfum sem eru byggðar á bónussamn- ingum, kaupréttarsamningum og öðru af því tagi. Mér finnst menn vera gengnir út úr því landakorti sem heitir það Ísland sem ég vil kannast við,“ segir Ögmundur. - gar / sjá síðu 6 Bankamenn átaldir fyrir milljarðakröfur Formaður þingflokks sjálfstæðismanna segir miklar fjárkröfur fyrrverandi starfsmanna á hendur þrotabúi Landsbankans sýna þær öfgar sem hafi verið í gangi. Þingmaður VG segir starfsmennina gengna út úr íslenska landakortinu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.