Fréttablaðið - 18.11.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 18.11.2009, Blaðsíða 2
2 18. nóvember 2009 MIÐVIKUDAGUR SJÚKDÓMAR Dregið hefur úr notk- un sýklalyfja hér á landi fyrstu níu mánuði ársins segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir. Hann segir skýringu ekki liggja fyrir. Hugs- anlega spari fólk við sig sýklalyf þegar fjárhagurinn versnar, líkt og gerst hafi undanfarið. Þetta eru ágæt tíðindi að mati sóttvarnalæknis en ofnotk- un sýklalyfja er talin vandamál meðal annars vegna hættunnar sem ofnotkunin veldur á útbreiðslu fjölónæmra baktería. Það eru bakt- eríur sem eru ónæmar fyrir mörg- um af algengustu sýklalyfjum. Þær eru mikið vandamál víða í Evrópu og er dagurinn í dag helgaður bar- áttu gegn ofnotkun sýklalyfja. Þetta er í annað sinn sem 18. nóv- ember er lagður í það. Haraldur segir að fundað hafi verið með læknum og fjallað um vandamálið og áfram verði fund- að um notkun sýklalyfja en Ísland hefur verið meðal þeirra Evrópu- landa þar sem mest er notað af sýklalyfjum. Tölur frá Lyfjastofnun hafi leitt í ljós að samdrátturinn nemi um níu prósentum á þessu ári. Samdráttur er í notkun þeirra lyfja sem Land- læknisembættið hafi haft áhyggj- ur af, sem eru meðal annars azit- rómýcín sem gjarnan er notað við eyrnabólgu barna og doxýcýk- lín sem notað er við unglingaból- um. Þessi lyf tengjast fjölónæm- um bakteríum sem látið hafa á sér kræla utan spítala. Hér á landi hefur tekist að koma í veg fyrir útbreiðslu fjölónæmra baktería á spítölum þó af og til hafi verið lagðir inn sjúklingar sem sýkst hafa erlendis. Sums staðar í Evrópu er vandamálið mikið og samkvæmt Evrópsku sóttvarna- stofnuninni er metið sem svo að um 400 þúsund Evrópubúar sýkist af fjölónæmum bakteríum ár hvert, um 25 þúsund dauðsföll megi rekja til þeirra árlega og sjúklingar dvelji 2,5 milljón daga á ári á spít- ala vegna þeirra í Evrópu. Kostnað- urinn vegna þessa sé um 900 millj- ónir evra á ári hverju, andvirði um 166 milljarða íslenskra króna. Að sögn Karls G. Kristinssonar, yfirlæknis á sýklafræðideild Land- spítalans, standa Íslendingar hér vel að vígi rétt eins og nágrann- arnir á Norðurlöndum og Hollend- ingar. Í Suður-Evrópu sé vanda- málið hins vegar mikið svo dæmi séu tekin. Karl bendir hins vegar á að fjölónæmar sýkingar í öndun- arfærum, einkum miðeyrnabólga, séu meira vandamál hér en víða í nágrannalöndum. sigridur@frettabladid.is Margrét, eru þetta forboðnir ávextir? „Ekki tómaturinn, hann er græn- meti.“ Skapari Ávaxtakörfunnar er reiður yfir því að Síminn hafi notað menn í ávaxtabún- ingum í auglýsingu sína. Það sé stolin hugmynd. Hún vill auglýsingarnar úr loftinu. Margrét Stefánsdóttir er upplýs- ingafulltrúi Símans. DÓMSMÁL Ríkissaksóknari mun ekki ákæra karlmann sem sætti gæsluvarðhaldi um skeið vegna gruns um aðild að láti konu á fertugsaldri sem fannst látin í febrúar í kofa Skrautdúfnafélags Hafnarfjarðar. Málið var fellt þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellis á hendur ofangreindum manni sem hafði réttarstöðu sak- bornings við rannsóknina. Niðurstöður úr krufningu á líki konunnar voru þær að dánaror- sökin hefði verið ofkæling. Rannsókn málsins beindist meðal annars að ferðum manns- ins og konunnar síðasta sólar- hringinn áður en hún lést. - jss Ríkissaksóknari: Ekki ákært í dúfnakofamáli DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykja- ness þess efnis að fimm Litháar skuli sæta áfram gæsluvarðhaldi til 2. desember. Mennirnir sitja inni vegna rannsóknar lögreglu á skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi, ekki síst mansali, sem lagt er til grundvallar hjá lögreglu- stjóranum á Suðurnesjum í kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir mönnunum. Lögregla rannsakar einnig aðra brotaflokka sem mennnirnir eru grunaðir um að hafa átt hlutdeild að. Þar má nefna handrukkanir og kröfur á hendur löndum þeirra um svokallaða verndartolla. - jss Mansalsmál á Suðurnesjum: Mennirnir sæta enn varðhaldi DÚFNAKOFINN Kofinn sem konan fannst látin í. FJÖLMIÐLAR Útbreiðsla á Frétta- blaðinu eftir breyttar áhersl- ur í dreif- ingu blaðsins á landsbyggð- inni er sífellt að styrkj- ast. Á síðustu dögum hafa í hóp dreifing- araðila bæst Skeljungur á Hellissandi, Grillskálinn á Patreksfirði, Hlíðarkaup á Sauð- árkróki, Mónakó á Bakkafirði og Söluskálinn Björk á Hvols- velli. Þess má geta að Fréttablað- inu hefur ekki áður verið dreift á Bakkafirði og Patreksfirði. Það er fyrirtækið Pósthúsið sem ann- ast dreifingu Fréttablaðsins. - gar Útbreiðsla Fréttablaðsins: Dreifingin er enn að þéttast Sími: 512 5000 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDIMIÐVIKUDAGUR 18. nóvember 2009 — 273. tölublað — 9. árgangur VEÐRIÐ Í DAG Líf á Café Loka Boðið var upp á rúg- brauðslist og handstúku- hönnun á Lokastíg í gær. ATHAFNAVIKA 12 Athafnavika BORGAR GUÐJÓNSSON Upplifði ekta ítalska stemningu og gestrisni • á ferðinni • jólin koma Í MIÐJU BLAÐSINS Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 HAMINGJU-HÁDEGI eru haldin í Guðríðarkirkju í Grafarholti alla miðvikudaga klukkan 12.10. Í dag halda Óperu-ídívurnar Davíð og Stefán tónleika með söng og glens. Í næstu viku er stílað inn á hláturjóga og félags- vist og 2. desember verður karlakórinn Voces Mascul- um með tónleika ásamt landsþekktum einsöngvurum. „Það er ótrúleg upplifun að búa hjá alvöru ítalskri fjölskyldu,“ segir Borgar Guðjónsson, starfsmað- ur hjá Emmessís. Borgar dvaldi í Ventimiglia, 20.000 manna þorpi á Ítalíu, skammt frá frönsku landa-mærunum, í tvær vikur fyrir ára-tug.Ferðalagið kom þannig til að þáverandi samstarfsmaður Borg-ars hjá Sól-Víking, hinn ítalski Pino Salvatore, bauð Borgari að búa hjá sér og fjölskyldu sinni í þorpinu. „Gestrisnin var ótrú-leg,“ segir Borgar. „Þau voru þrjú í heimili og ég gestur, en öll kvöld var eldað margréttað eins og fyrirtólf manns Þ karlarnir horfðu á mig og hugsuðu væntanlega með sér hverslags kerling ég væri eiginlega.“Dögunum eyddi Borgar í ról-egheitum í þorpinu. Hann fór á ströndina, synti í sjónum og sótti marga útimarkaði. Einn slíkur í þorpinu er þekktur sem einn sá elsti sinnar tegundar í Evrópu. Nálægðin við landamærin gerði það líka að verkum að hægur leik-ur var að skjótast yfir til Mónakó með lest.„Þetta þorp var algjör draum-ur,“ segir Borgar. „Það er staðsett í fjallshlíð og mér fann tei í þorpinu sem minnti á að ártalið var 1999. „Einu skiptin sem mér var kippt inn í nútímann var þegar ég gekk framhjá þorps-pöbbunum og allir voru að horfa á Formúlu 1 í sjónvarpinu og hvetja ökuþórinn Mika Häkkinen til dáða. Ítalirnir dýrkuðu hann.“Borgar er 1,73 metrar á hæð, nokkuð undir meðalhæð íslenskra karlmanna, og segist aldrei hafa verið viðkvæmur fyrir smæð sinni. „Þarna í þorpinu leið mér iðulega eins og vinalega rissem labb Í paradís fyrir lágvaxna Borgar Guðjónsson upplifði ekta ítalska stemningu þegar hann bjó hjá heimafólki í þorpinu Ventimiglia í tvær vikur. Finnskur ökuþór var það eina sem kippti honum reglulega inn í nútímann. „Þarna í þorpinu leið mér iðulega eins og vinalega risanum sem labbar um, veifar, klappar öllum á kollinn og brosir,“ segir Borgar sem dvaldi hjá ítalskri fjölskyldu í litlu þorpi við landamæri Frakklands. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Lín Design, gamla sjónvarpshúsið Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is STEFÁN KARL STEFÁNSSON Fær góða dóma í Hollywood Reporter Leikur Trölla í söngleik byggðum á bók Dr. Seuss. FÓLK 30 Semur fyrir Múmínálfa Björk Guðmundsdóttir hefur samið lag fyrir teiknimynd um Múmínálfana. FÓLK 24 Málþing og móttaka Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga býður félagsmönn- um til móttöku í tilefni af níutíu ára afmæli sínu. TÍMAMÓT 20 HÁTÍÐARRIT FRÍKIRKJAN 110 ÁRA Vettvangur trúarleitar, tilbeiðslu og tjáningar Sérblað Fríkirkjunnar FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG FÓLK „Við hlökkum mikið til að heyra þetta,“ segir söngkonan Erna Þórarinsdóttir. Dóttir hennar, leikkonan Anita Briem, syng- ur lagið C´est si bon á vænt- anlegri safn- plötu sem verður gefin út til styrktar Preservation Hall-tónlistar- húsinu í New Orleans. Anita og Erna eru í sérlega góðum hópi á plötunni því á meðal þeirra sem eiga þar lög eru Tom Waits, Bobby McFerrin og Paolo Nutini. Platan er væntanleg 16. febrúar á næsta ári. Auglýsingar vegna hennar eru þegar farnar að birtast erlendis og var Anita sett í forgrunn í þeirri fyrstu. - fb / sjá síðu 30 Aníta Briem syngur á plötu: Mamma með í bakröddunum ANÍTA BRIEM HVESSIR SÍÐDEGIS Í dag verða austan 3-8 m/s. Vaxandi austanátt síðdegis og í kvöld verða 8-18 m/s sunnanlands. Víða bjart með köfl-um, en þykknar upp í kvöld suð- austantil. Skýjað og þurrt NA-til. VEÐUR 4 1 -1 -1 2 4 VIÐSKIPTI Breska fjármálaeftir-litið hótaði að stöðva starfsemi Landsbankans í Bretlandi í ágúst á síðasta ári ef ekki yrði farið að kröfum þess um færslu Icesave-reikninga bankans í breskt dótt-urfélag. Í tilraunum til að koma rekstr-inum fyrir vind fóru stjórnendur bankans þess á leit við Seðlabanka Íslands að hann lánaði bankanum 2,5 milljarða punda sem svaraði þá til tæplega 390 milljarða króna og var næstum þriðjungur þjóðar-framleiðslu Íslands. Þetta kemur fram í nýrri bók Styrmis Gunnarssonar, fyrrver-andi ritstjóra, Umsátrið – fall Íslands og endurreisn. Björgvin G. Sigurðsson, fyrrver- andi viðskiptaráðherra, staðfestir frásögn Styrmis. Hann hafi rætt málið við fjármálaráðherra Bret-lands í Lundúnum í byrjun sept-ember og þá hafi horfur á lausn verið góðar. Þrot Lehman Broth-ers-bankans hafi hins vegar sett ferlið í uppnám og síðar leitt til falls Landsbankans. - bþs / sjá síðu 4 Rekstur Landsbankans var kominn í uppnám um miðjan ágúst 2008: Bretar hótuðu að loka í ágúst RN Löwen rústaði Lemgo Rhein-Neckar Löwen vann sextán marka stórsigur gegn Lem- go í Íslendingaslag í Þýskalandi í gær. ÍÞRÓTTIR 26 FAGNA SIGRI Á SKREKK Laugalækjarskóli fór með sigur af hólmi á Skrekk, hæfileikakeppni Íþrótta og tómstundasviðs Reykjavíkur (ÍTR) fyrir grunnskólana. Lið átta skóla öttu kappi á úrslitakvöldi keppninnar sem fram fór í gær. Allir grunnskólar í borginni sem eru með unglingastig máttu taka þátt og senda eitt atriði hver. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SAKAMÁL Sérstakur saksóknari hefur krafist kyrrsetningar á eign-um Baldurs Guðlaugssonar, fyrr- verandi ráðu- neytisstjóra í fjármálaráðu- neytinu. Samkvæmt heimildum Fréttastofu Stöðvar 2, sem skýrði frá þessu í gær, er um að ræða kyrrsetningu á sömu fjárhæð og hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir skömmu fyrir hrunið í fyrra. Kyrrsetningarinnar var krafist í tengslum við rannsókn á þessum viðskiptum Baldurs, sem grun- ur leikur á að hafi verið brot á lögum um innherjaviðskipti. Þegar Fréttablaðið reyndi að ná tali af Baldri í gærkvöld fengust þau svör að hann væri ekki til viðtals. - gb Sérstakur saksóknari: Eignir Baldurs kyrrsettar BALDUR GUÐLAUGSSON FJÁRMÁL „Mér finnst þetta vera veruleikafirrtir siðleysingjar að láta sér koma til hugar að tefla fram kröfum af þessu tagi,“ segir Ögmundur Jónasson, alþingismað- ur Vinstri grænna, um fjárkröfur háttsettra fyrrum starfsmanna Landsbanka Íslands. Fimmtán starfsmenn Lands-bankans krefjast samtals 2,6 milljarða króna af þrotabúi bank-ans. Hæsta krafan er 490 milljón-ir. Fimm fyrrverandi starfsmenn vilja yfir 200 milljónir í sinn hlut. Slitastjórn bankans hefur ekki tekið afstöðu til þessara krafna. „Þetta eru óskaplega háar tölur sem þarna er um að ræða og þær undirstrika þær öfgar sem voru í gangi,“ segir Illugi Gunnars-son sem kveðst vilja skoða málið betur áður en hann tjáir sig nánar um það. Friðbert Traustason, formaður Samtaka starfsmanna fjármála-fyrirtækja, segir erfitt að sakast við þá sem sæki rétt sinn sam-kvæmt samningum. „Ég hef alltaf sagt að það ætti frekar að sakast við þá sem gerðu þessa samninga við þessa menn,“ segir Friðbert. Ögmundur segir ótrúlegt að sjá slíkar kröfum á meðan þjóðin sé á hliðinni. „Verið er að skerða bætur almannatrygginga, það hefur verið til umræðu að skerða atvinnuleys-isbætur. Við erum að skera niður í heilbrigðismálum og á sama tíma tíma eru menn að tefla fram kröf-um sem eru byggðar á bónussamn-ingum, kaupréttarsamningum og öðru af því tagi. Mér finnst menn vera gengir út úr Því landakorti sem heitir það Ísland sem ég vil kannast við,“ segir Ögmundur Jón-asson. - gar / sjá síðu 6 Bankamenn átaldir fyrir milljarðakröfur Formaður þingflokks sjálfstæðismanna segir miklar fjárkröfur fyrrverandi starfsmanna á hendur þrotabúi Landsbankans sýna þær öfgar sem hafi verið í gangi. Þingmaður VG segir starfmennina gengna út úr íslenska landakortinu. Dregur úr notkun sýklalyfja hérlendis Dregið hefur úr notkun sýklalyfja hér á landi fyrstu níu mánuði ársins miðað við sama tíma 2008. Of mikilli notkun sýklalyfja fylgir aukin útbreiðsla fjöl- ónæmra baktería en baráttan við þær er kostnaðarsöm og flókin. LANDSPÍTALINN Í FOSSVOGI Tekist hefur að koma í veg fyrir útbreiðslu fjöl- ónæmra baktería á spítölum hérlendis. DÓMSMÁL Tvítugur karlmaður hefur verið sakfelldur í Héraðs- dómi Norðurlands eystra fyrir að hafa samræði við fjórtán ára stúlku og hafa síðar í hótunum við hana. Hann var dæmdur í tuttugu mán- aða fangelsi, þar af átján skilorðs- bundna, og til að greiða stúlkunni 450 þúsund krónur. Maðurinn staðhæfði að hann hefði verið kærasti stúlkunnar. Hins vegar hefði hann ekki haft vitneskju um að hún væri yngri en fimmtán ára. Að sambandi þeirra loknu sendi maðurinn stúlkunni þau skilaboð á MSN-síðu hennar á netinu, að ef hún hætti ekki að bulla um að hann og annar maður hefðu nauðgað henni, þá „…fer fjölskyldan þín að lenda í óvæntum „slysum“ og þú líka“. Einnig tjáði hann henni að ef hún „…myndi halda áfram þessum lygasögum, þá myndi hann berja hana“. Maðurinn hafði áður þrívegis hlotið refsidóma. Dómurinn leit til þess nú að hann játaði, nær undan- bragðalaust, það sem honum var gefið að sök. Hann virðist hafa tekið sig á á síðustu misserum, meðal annars farið í áfengis- og vímuefnameðferð og hafið nám í framhaldsskóla. Því þótti fært að skilorðsbinda stærstan hluta refs- ingarinnar. - jss Tvítugur karlmaður dæmdur í fangelsi og til greiðslu miskabóta: Svaf hjá og hótaði unglingsstúlku ■ Fjöldi sýktra um 400.000 þúsund á ári. ■ Dauðsföll um 25.000 þúsund á ári. ■ Fjöldi daga í sjúkrahúsvist um 2,5 milljónir á ári ■ Aukakostnaður vegna spítalavistar um 900 milljónir evra á ári ■ Kostnaður vegna fjarvista frá vinnu um 600 milljónir evra á ári *SAMANLAGÐUR KOSTNAÐUR INNAN ESB, ÍSLANDS OG NOREGS, TÖLURNAR ERU VARLEGA ÁÆTLAÐAR. MSN Maðurinn hótaði stúlkunni á MSN. LÖGREGLA Lagt hefur verið hald á nokkur skotvopn á heimili manns- ins sem réðist á annan á heim- ili þess síðarnefnda í Breiðholti aðfaranótt sunnudags. „Rannsókn er í gangi á því hvaða vopni var beitt í árásinni,“ segir Friðrik Smári Björg- vinsson, yfirlögreglu- þjónn hjá rannsóknar- deild lögregl- unnar á höfuð- borgarsvæðinu. Maðurinn, sem er í gæsluvarðhaldi fram til föstudags, hefur játað árásina, en rannsóknin beinist nú meðal annars að því hversu mikið tjón hann ætlaði fórnarlambi sínu. Árásarmaðurinn er, að sögn Frið- riks Smára, með leyfi fyrir fleiru en einu skotvopni. Maðurinn sem ráðist var á kom til dyra um hálf fjögur aðfaranótt sunnudags en var þá barinn í and- litið með skeftinu á haglabyssu. Hann náði að loka á árásarmann- inn sem í kjölfarið skaut um fimm skotum á hurðina og dyraumbún- að. Árásin er talin eiga rót sína í því að maðurinn sem ráðist var á hafði sagt unnustu árásarmanns- ins upp störfum. Friðrik Smári segir erfitt að segja til um hvenær rannsókn málsins kunni að ljúka. „Það er unnið að þessu af fullum krafti og reynt að komast eins langt og hægt er meðan gæsluvarðhaldið stendur. Við verðum svo bara að sjá hvar við stöndum þá,“ segir hann. - óká Hald var lagt á nokkur skotvopn árásarmanns sem skaut á útidyr í Breiðholti: Rannsaka skotvopn árásarmannsins ÚTIDYRAHURÐ FÓRNARLAMBS Árás- armaður skaut nokkrum skotum á dyr og dyraumbúnað á heimili í Breiðholti aðfaranótt sunnudags. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FRIÐRIK SMÁRI BJÖRGVINSSON ÞÝSKALAND, AP Níræður Þjóðverji, Adolf Storms að nafni, hefur verið ákærður fyrir þátttöku í fjölda- morðum í þorpinu Deutsch Schütz- en í Austurríki í lok mars árið 1945, aðeins fáeinum dögum fyrir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Storms og félagar hans í SS- sveitum nasista eru sagðir hafa farið með 57 gyðinga í nokkr- um hópum út í skóg og skotið þá í bakið. Storms er að auki sakað- ur um að hafa daginn eftir drepið einn gyðing í viðbót. Hinir myrtu fundust í fjöldagröf árið 1995. - gb Níræður nasisti: Ákærður fyrir fjöldamorð FJÖLÓNÆMAR BAKTERÍUR Í EVRÓPU* VIÐSKIPTI „DeCode var að öllum líkindum stofnað nokkrum árum of snemma. Tæknin var ekki til staðar sem við ætluðum að búa til og vinna með. Á þeim tíma söfnuðum við skuldum sem varð baggi á fyrirtækinu,“ segir Kári Stefánsson, stofnandi og forstjóri deCode, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar. Móðurfélagið óskaði eftir greiðslustöðvun í Bandaríkjunum aðfaranótt þriðjudags. Í kjölfarið sömdu bandarískir frumfjárfest- ar og lánardrottnar félagsins um kaup á Íslenskri erfðagreiningu. Gangi allt eftir mun félag- ið verða fjármagnað til næstu tveggja ára. Kári stígur úr for- stjórastólnum eftir áramót og verða starfandi stjórnarformaður við hlið eftirmanns hans. - jab / Sjá síðu 14 DeCode í greiðslustöðvun: ÍE selt banda- rískum sjóðum SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.